Tilfinningar eru vannýtt auðlind Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:00 Arnór hefur gaman af því að stúdera tilfinningar. Vísir/GVA „Kjarninn í erindinu felst í því að sýna fram á að tilfinningar eru vannýtt auðlind. Það er það sem ég hef komist að í gegnum mína reynslu í markþjálfun,“ segir markþjálfinn Arnór Másson. Hann heldur fyrirlesturinn Tilfinningar í markþjálfun – auðlind eða hrærigrautur? á Markþjálfunardeginum í Opna háskólanum á morgun. Arnór Másson er markþjálfi með alþjóðlega ACC-vottun frá ICF og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, HÍ og NMÍ. Hann hefur mikla reynslu í markþjálfun, starfar við námskeiðahald og markþjálfun hjá AM markþjálfun og er leiðbeinandi í markþjálfunarnámi hjá Evolvia ehf. „Ég vonast til þess að fólk sem sækir fyrirlesturinn fái skýrari skilning á vægi tilfinninga, ekki bara í markþjálfun heldur almennt í lífinu. Ég vona að fólk geti nýtt sér þetta, því hvernig er hægt að ná árangri í lífinu án þess að vera hæfur að lesa í sjálfan sig og aðra?“ bætir Arnór við. Hann leggur áherslu á að sýna fram á hvernig fólk skiptist á tilfinningum. „Við leggjum mikla áherslu á tungumálið. Það er mikil gjöf og mikilvægt. En við fæðumst ekki með tungumálið að vopni. Við byrjum strax að hafa tjáskipti án tungumálsins. Ég vil sýna fram á það hvernig tilfinningaskipti eiga sér stað, sem sagt hvernig við skiptumst á tilfinningum með og án orða. Ef ég væri ekki með tilfinningar myndi ég tala eins og vélmenni. Við erum ekki meðvituð um það og pælum ekki í því í daglegu lífi. Sjö prósent af tjáskiptum og skilningi eru orð – allt hitt er óyrt. Ég skýri þetta á fyrirlestrinum út frá því dæmi þegar barn fæðist í heiminn og fer í fang móður sinnar. Þá byrja ekki bara tjáskipti heldur líka einhvers konar skilningur.“ Hann segir allar manneskjur hafa sex grunntilfinningar. „Ég bendi líka á það sem er einstakt við manneskjuna, óháð menningu, þjóðerni og trú, er að við höfum sex grunntilfinningar sem við tjáum eins. Vöðvarnir í andlitinu eru hannaðir þannig að við getum sýnt þessar grunntilfinningar og notað þær án þess að kunna tungumál. Þessar tilfinningar eru gleði, að vera hissa, viðbjóður, ótti, depurð og reiði,“ segir Arnór en markþjálfar horfa aðallega í gleði og að vera hissa. „Mér finnst gaman að stúdera tilfinningar. Ég er að læra sálfræði og útskrifast með BS-gráðu í þeim fræðum í vor. Markþjálfar vinna ekki við að laga það sem er bilað heldur efla auðlindina sem er innra með manninum. Við erum ekki klappstýrur. Við vinnum faglega með fólki til að ná árangri. Ég nýti tilfinningar í markþjálfun enda mikill tilfinningakarl,“ segir Arnór en fyrirlestur hans stendur frá 11.10 til 11.40 í sal M216. Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira
„Kjarninn í erindinu felst í því að sýna fram á að tilfinningar eru vannýtt auðlind. Það er það sem ég hef komist að í gegnum mína reynslu í markþjálfun,“ segir markþjálfinn Arnór Másson. Hann heldur fyrirlesturinn Tilfinningar í markþjálfun – auðlind eða hrærigrautur? á Markþjálfunardeginum í Opna háskólanum á morgun. Arnór Másson er markþjálfi með alþjóðlega ACC-vottun frá ICF og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, HÍ og NMÍ. Hann hefur mikla reynslu í markþjálfun, starfar við námskeiðahald og markþjálfun hjá AM markþjálfun og er leiðbeinandi í markþjálfunarnámi hjá Evolvia ehf. „Ég vonast til þess að fólk sem sækir fyrirlesturinn fái skýrari skilning á vægi tilfinninga, ekki bara í markþjálfun heldur almennt í lífinu. Ég vona að fólk geti nýtt sér þetta, því hvernig er hægt að ná árangri í lífinu án þess að vera hæfur að lesa í sjálfan sig og aðra?“ bætir Arnór við. Hann leggur áherslu á að sýna fram á hvernig fólk skiptist á tilfinningum. „Við leggjum mikla áherslu á tungumálið. Það er mikil gjöf og mikilvægt. En við fæðumst ekki með tungumálið að vopni. Við byrjum strax að hafa tjáskipti án tungumálsins. Ég vil sýna fram á það hvernig tilfinningaskipti eiga sér stað, sem sagt hvernig við skiptumst á tilfinningum með og án orða. Ef ég væri ekki með tilfinningar myndi ég tala eins og vélmenni. Við erum ekki meðvituð um það og pælum ekki í því í daglegu lífi. Sjö prósent af tjáskiptum og skilningi eru orð – allt hitt er óyrt. Ég skýri þetta á fyrirlestrinum út frá því dæmi þegar barn fæðist í heiminn og fer í fang móður sinnar. Þá byrja ekki bara tjáskipti heldur líka einhvers konar skilningur.“ Hann segir allar manneskjur hafa sex grunntilfinningar. „Ég bendi líka á það sem er einstakt við manneskjuna, óháð menningu, þjóðerni og trú, er að við höfum sex grunntilfinningar sem við tjáum eins. Vöðvarnir í andlitinu eru hannaðir þannig að við getum sýnt þessar grunntilfinningar og notað þær án þess að kunna tungumál. Þessar tilfinningar eru gleði, að vera hissa, viðbjóður, ótti, depurð og reiði,“ segir Arnór en markþjálfar horfa aðallega í gleði og að vera hissa. „Mér finnst gaman að stúdera tilfinningar. Ég er að læra sálfræði og útskrifast með BS-gráðu í þeim fræðum í vor. Markþjálfar vinna ekki við að laga það sem er bilað heldur efla auðlindina sem er innra með manninum. Við erum ekki klappstýrur. Við vinnum faglega með fólki til að ná árangri. Ég nýti tilfinningar í markþjálfun enda mikill tilfinningakarl,“ segir Arnór en fyrirlestur hans stendur frá 11.10 til 11.40 í sal M216.
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira