Strengdi ömurleg áramótaheit Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. janúar 2014 11:00 Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf strengt sama áramótaheitið – að grennast. Sem er um það bil ömurlegasta áramótaheit sem ég veit um. Þess vegna ákvað ég að sleppa því núna og strengja áramótaheit sem væri þess virði að reyna fyrir alla muni að framkvæma,“ segir Marta María Jónasdóttir, blaðamaður og ritstjóri Smartlands, þegar hún er spurð út í áramótaheitið fyrir 2014. „Ég ætla að heimsækja ákveðið land og kaupa mér kjól sem ég hef þráð að eignast lengi. Ekki er búið að tímasetja þennan viðburð en við vinkonurnar stefnum á litla hópferð í þetta „missjón“. Ég mun verða mjög vonsvikin ef þetta rennur út í sandinn hjá okkur.“ Marta María vinnur nú að sinni fyrstu matreiðslubók sem Forlagið mun gefa út á þessu ári. Hún er tilraunaglöð í eldhúsinu og hefur safnað uppskriftum um árabil enda mikill matgæðingur. „Ég hef frá því ég man eftir mér spáð mikið í því hvað væri í kvöldmatinn. Í seinni tíð hef ég lagt mig alla fram við að læra alls konar trix í eldhúsinu og fannst ég orðin vel sigld þegar pabbi kenndi mér að búa til alvöru bernaise-sósu. Eftir að ég varð móðir skiptir matur mig enn þá meira máli því ekki vill maður ala börn sín upp í sjoppum,“ segir Marta. Í nýju bókinni verður þó ekki einungis að finna heilsurétti. „Lífið er ekki svarthvítt og því verður þetta alls konar. Það verður myndarlegur sætindakafli en annars gengur þessi bók út á að fá fólk til þess að elda allt frá grunni án þess að það taki of mikinn tíma. Þetta er bók fyrir upptekið fólk sem vill samt hafa ákveðinn standard. Ég þekki engan sem hefur efni á því að vera með einkakokk heima hjá sér og því neyðumst við til þess að bjarga okkur sjálf. Blandarakynslóðin á eftir að hoppa af kæti þegar hún fattar, eftir lesturinn, hvað þetta er súpereinfalt og skemmtilegt.“Grænn chia-grautur fyrir tvo Þessa dagana er ég töluvert upptekin af morgungrautum og finnst þeir sniðugir.1 bolli vatn12 möndlurHandfylli frosið mangó1 msk. hveitigrasduft1 tsk. hampduft4 msk. chia-fræ Möndlurnar og vatnið eru þeytt saman í blandara þangað til áferðin er hvít og mjúk. Þá er mangóinu bætt út í ásamt hveitigrasduftinu og hampduftinu. Þeir sem vilja ekki svona mikið grænt geta sett epli út í í staðinn og sleppt græna duftinu. Að lokum eru chia-fræin hrærð út í grautinn og látin bólgna út á tíu mínútum. P.S. þetta er ekta grautur til að taka með sér í vinnuna eða borða á leiðinni í bílnum. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf strengt sama áramótaheitið – að grennast. Sem er um það bil ömurlegasta áramótaheit sem ég veit um. Þess vegna ákvað ég að sleppa því núna og strengja áramótaheit sem væri þess virði að reyna fyrir alla muni að framkvæma,“ segir Marta María Jónasdóttir, blaðamaður og ritstjóri Smartlands, þegar hún er spurð út í áramótaheitið fyrir 2014. „Ég ætla að heimsækja ákveðið land og kaupa mér kjól sem ég hef þráð að eignast lengi. Ekki er búið að tímasetja þennan viðburð en við vinkonurnar stefnum á litla hópferð í þetta „missjón“. Ég mun verða mjög vonsvikin ef þetta rennur út í sandinn hjá okkur.“ Marta María vinnur nú að sinni fyrstu matreiðslubók sem Forlagið mun gefa út á þessu ári. Hún er tilraunaglöð í eldhúsinu og hefur safnað uppskriftum um árabil enda mikill matgæðingur. „Ég hef frá því ég man eftir mér spáð mikið í því hvað væri í kvöldmatinn. Í seinni tíð hef ég lagt mig alla fram við að læra alls konar trix í eldhúsinu og fannst ég orðin vel sigld þegar pabbi kenndi mér að búa til alvöru bernaise-sósu. Eftir að ég varð móðir skiptir matur mig enn þá meira máli því ekki vill maður ala börn sín upp í sjoppum,“ segir Marta. Í nýju bókinni verður þó ekki einungis að finna heilsurétti. „Lífið er ekki svarthvítt og því verður þetta alls konar. Það verður myndarlegur sætindakafli en annars gengur þessi bók út á að fá fólk til þess að elda allt frá grunni án þess að það taki of mikinn tíma. Þetta er bók fyrir upptekið fólk sem vill samt hafa ákveðinn standard. Ég þekki engan sem hefur efni á því að vera með einkakokk heima hjá sér og því neyðumst við til þess að bjarga okkur sjálf. Blandarakynslóðin á eftir að hoppa af kæti þegar hún fattar, eftir lesturinn, hvað þetta er súpereinfalt og skemmtilegt.“Grænn chia-grautur fyrir tvo Þessa dagana er ég töluvert upptekin af morgungrautum og finnst þeir sniðugir.1 bolli vatn12 möndlurHandfylli frosið mangó1 msk. hveitigrasduft1 tsk. hampduft4 msk. chia-fræ Möndlurnar og vatnið eru þeytt saman í blandara þangað til áferðin er hvít og mjúk. Þá er mangóinu bætt út í ásamt hveitigrasduftinu og hampduftinu. Þeir sem vilja ekki svona mikið grænt geta sett epli út í í staðinn og sleppt græna duftinu. Að lokum eru chia-fræin hrærð út í grautinn og látin bólgna út á tíu mínútum. P.S. þetta er ekta grautur til að taka með sér í vinnuna eða borða á leiðinni í bílnum.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira