Strengdi ömurleg áramótaheit Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. janúar 2014 11:00 Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf strengt sama áramótaheitið – að grennast. Sem er um það bil ömurlegasta áramótaheit sem ég veit um. Þess vegna ákvað ég að sleppa því núna og strengja áramótaheit sem væri þess virði að reyna fyrir alla muni að framkvæma,“ segir Marta María Jónasdóttir, blaðamaður og ritstjóri Smartlands, þegar hún er spurð út í áramótaheitið fyrir 2014. „Ég ætla að heimsækja ákveðið land og kaupa mér kjól sem ég hef þráð að eignast lengi. Ekki er búið að tímasetja þennan viðburð en við vinkonurnar stefnum á litla hópferð í þetta „missjón“. Ég mun verða mjög vonsvikin ef þetta rennur út í sandinn hjá okkur.“ Marta María vinnur nú að sinni fyrstu matreiðslubók sem Forlagið mun gefa út á þessu ári. Hún er tilraunaglöð í eldhúsinu og hefur safnað uppskriftum um árabil enda mikill matgæðingur. „Ég hef frá því ég man eftir mér spáð mikið í því hvað væri í kvöldmatinn. Í seinni tíð hef ég lagt mig alla fram við að læra alls konar trix í eldhúsinu og fannst ég orðin vel sigld þegar pabbi kenndi mér að búa til alvöru bernaise-sósu. Eftir að ég varð móðir skiptir matur mig enn þá meira máli því ekki vill maður ala börn sín upp í sjoppum,“ segir Marta. Í nýju bókinni verður þó ekki einungis að finna heilsurétti. „Lífið er ekki svarthvítt og því verður þetta alls konar. Það verður myndarlegur sætindakafli en annars gengur þessi bók út á að fá fólk til þess að elda allt frá grunni án þess að það taki of mikinn tíma. Þetta er bók fyrir upptekið fólk sem vill samt hafa ákveðinn standard. Ég þekki engan sem hefur efni á því að vera með einkakokk heima hjá sér og því neyðumst við til þess að bjarga okkur sjálf. Blandarakynslóðin á eftir að hoppa af kæti þegar hún fattar, eftir lesturinn, hvað þetta er súpereinfalt og skemmtilegt.“Grænn chia-grautur fyrir tvo Þessa dagana er ég töluvert upptekin af morgungrautum og finnst þeir sniðugir.1 bolli vatn12 möndlurHandfylli frosið mangó1 msk. hveitigrasduft1 tsk. hampduft4 msk. chia-fræ Möndlurnar og vatnið eru þeytt saman í blandara þangað til áferðin er hvít og mjúk. Þá er mangóinu bætt út í ásamt hveitigrasduftinu og hampduftinu. Þeir sem vilja ekki svona mikið grænt geta sett epli út í í staðinn og sleppt græna duftinu. Að lokum eru chia-fræin hrærð út í grautinn og látin bólgna út á tíu mínútum. P.S. þetta er ekta grautur til að taka með sér í vinnuna eða borða á leiðinni í bílnum. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf strengt sama áramótaheitið – að grennast. Sem er um það bil ömurlegasta áramótaheit sem ég veit um. Þess vegna ákvað ég að sleppa því núna og strengja áramótaheit sem væri þess virði að reyna fyrir alla muni að framkvæma,“ segir Marta María Jónasdóttir, blaðamaður og ritstjóri Smartlands, þegar hún er spurð út í áramótaheitið fyrir 2014. „Ég ætla að heimsækja ákveðið land og kaupa mér kjól sem ég hef þráð að eignast lengi. Ekki er búið að tímasetja þennan viðburð en við vinkonurnar stefnum á litla hópferð í þetta „missjón“. Ég mun verða mjög vonsvikin ef þetta rennur út í sandinn hjá okkur.“ Marta María vinnur nú að sinni fyrstu matreiðslubók sem Forlagið mun gefa út á þessu ári. Hún er tilraunaglöð í eldhúsinu og hefur safnað uppskriftum um árabil enda mikill matgæðingur. „Ég hef frá því ég man eftir mér spáð mikið í því hvað væri í kvöldmatinn. Í seinni tíð hef ég lagt mig alla fram við að læra alls konar trix í eldhúsinu og fannst ég orðin vel sigld þegar pabbi kenndi mér að búa til alvöru bernaise-sósu. Eftir að ég varð móðir skiptir matur mig enn þá meira máli því ekki vill maður ala börn sín upp í sjoppum,“ segir Marta. Í nýju bókinni verður þó ekki einungis að finna heilsurétti. „Lífið er ekki svarthvítt og því verður þetta alls konar. Það verður myndarlegur sætindakafli en annars gengur þessi bók út á að fá fólk til þess að elda allt frá grunni án þess að það taki of mikinn tíma. Þetta er bók fyrir upptekið fólk sem vill samt hafa ákveðinn standard. Ég þekki engan sem hefur efni á því að vera með einkakokk heima hjá sér og því neyðumst við til þess að bjarga okkur sjálf. Blandarakynslóðin á eftir að hoppa af kæti þegar hún fattar, eftir lesturinn, hvað þetta er súpereinfalt og skemmtilegt.“Grænn chia-grautur fyrir tvo Þessa dagana er ég töluvert upptekin af morgungrautum og finnst þeir sniðugir.1 bolli vatn12 möndlurHandfylli frosið mangó1 msk. hveitigrasduft1 tsk. hampduft4 msk. chia-fræ Möndlurnar og vatnið eru þeytt saman í blandara þangað til áferðin er hvít og mjúk. Þá er mangóinu bætt út í ásamt hveitigrasduftinu og hampduftinu. Þeir sem vilja ekki svona mikið grænt geta sett epli út í í staðinn og sleppt græna duftinu. Að lokum eru chia-fræin hrærð út í grautinn og látin bólgna út á tíu mínútum. P.S. þetta er ekta grautur til að taka með sér í vinnuna eða borða á leiðinni í bílnum.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira