Lífið

Skilnaðaralda í Hollywood 2013

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nigella Lawson og Charles Saatchi. Gift í tíu ár.
Nigella Lawson og Charles Saatchi. Gift í tíu ár.
Ástin blómstraði ekki hjá öllum á nýliðnu ári og voru mörg pör sem ákváðu að fara hvort í sína áttina enda ástarloginn slokknaður.

Skilnaðurinn sem kom hvað mest á óvart var hugsanlega þegar leikarinn Orlando Bloom og fyrirsætan Miranda Kerr tilkynntu að þau væru hætt saman en þau eiga saman soninn Flynn sem er tveggja og hálfs árs. Orlando og Miranda giftu sig árið 2010 og virtist allt leika í lyndi hjá parinu.

Það kom engum á óvart þegar sjarmörinn George Clooney og Stacy Keibler hættu saman en George er þekktur fyrir að skipta ört um kærustur.

Ætli umtalaðasti skilnaðurinn sé ekki þeirra Nigellu Lawson og Charles Saatchi en myndir af Charles með kyrkingartak á Nigellu á veitingastað skóku heimsbyggðina.

Miley Cyrus og Liam Hemsworth. Saman í fjögur ár.
George Clooney og Stacy Keibler. Saman í tvö ár.
Kristen Stewart og Robert Pattinson. Saman í fimm ár.
Orlando Bloom og Miranda Kerr. Gift í þrjú ár.
Kris og Bruce Jenner. Gift í 22 ár.
Ryan Seacrest og Julianne Hough. Saman í tvö ár.
Khloe Kardashian og Lamar Odom. Gift í fjögur ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.