Lífið

Frásagnarnámskeið á hóteli

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Guðrún Eva kynnir námskeiðið fyrir þátttakendum.
Guðrún Eva kynnir námskeiðið fyrir þátttakendum. Fréttablaðið/Arnþór
Guðrún Eva Mínervudóttir, Tyrfingur Tyrfingsson og Marteinn Thorsson verða með frásagnarnámskeið (Master Class) á Hótel Örk laugardagana 18. og 25. janúar.

Guðrún Eva byrjar námskeiðið með kynningu og þátttakendur skrifa síðan eða vinna í hugmynd sem þeir koma með. Tyrfingur verður með frekari úrvinnslu og hugmyndavinnu og Marteinn mun síðan kynna hugmyndir Josephs Campbell á „ferðalagi hetjunnar“.

Hugmyndin er að sem flest geti fengið aðstoð við þau verkefni sem þau eru með hverju sinni og verður mikið skipst á hugmyndum.

Verð fyrir báða dagana eru sjö þúsund krónur og 3.500 krónur fyrir stakan dag. Innifalið er kaffi, hádegisverður og síðdegisvöfflur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.