Færri súkkulaðikleinur Hallbjörn Karlsson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun