Söngkona lifir drauminn í borg englanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:00 Eltir draumana til Los Angeles Mynd/Einkasafn „Mig langaði að fara út til þess að lifa drauminn,“ segir hin 25 ára gamla söngkona Steinunn Ósk Axelsdóttir, sem flutti árið 2011 til Los Angeles til þess að elta drauminn sinn, sem er að verða atvinnutónlistarkona. Hún hefur klárað gráðu sem kallast Associate of Arts degree in Vocal Performance við tónlistarskólann Musician Institute (M.I.) í Los Angeles. Þar kynntist hún hljómsveitarfélögum sínum. „Það voru nemendur í skólanum sem voru að leita að söngkonu með sérstaka rödd og ég varð fyrir valinu,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hljómsveitin, sem nefnist In the Key of Earth, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. „Við tókum plötuna upp sjálf og gáfum hana líka út sjálf.“ Ásamt Steinunni Ósk eru þau Jazzlyn Rose hljómborðsleikari og David Kirsh gítarleikari í hljómsveitinni. Var ekki mikið mál að gefa sjálf út plötu í Bandaríkjunum? „Jú, þetta var heilmikið ferli og mikil vinna, en algjörlega þess virði.“ Á Íslandi hafði hún lært söng í eitt ár við Söngskóla Reykjavíkur og var hún í Tónlistarskóla FÍH í þrjú ár.Steinunn Ósk flutti til Los Angeles til að elta drauma sínaMynd/EinkasafnHún segir lífið í Los Angeles vera frábært og að hún sé ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð. „Hér er alltaf frábært veður og það er alltaf eitthvað að gerast í Hollywood,“ segir Steinunn Ósk, en hún býr við Hollywood Boulevard. „Það tekur mig bara tvær mínútur að rölta til dæmis að Kodak Theater, þar sem Óskarinn fer fram í byrjun mars.“ Spurð út í fræga fólkið, segist Steinunn Ósk hafa hitt allnokkra þekkta einstaklinga í Hollywood. Hún hitti til að mynda tvo leikara á tónleikum með hljómsveitinni Steel Panther í Hollywood, þá Ron Jeremy og Dane Cook. „Það var bara fyndið að hitta Ron Jeremy, en hann var nett subbulegur náungi. Hins vegar var Dane Cook töluvert fágaðri og snyrtilegri. Ég þekki söngvara Steel Panther, Michael Starr, ágætlega og fékk að kíkja baksviðs eftir tónleikana og þar hitti ég leikarana,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hún starfar einnig sem aðstoðarkennari í M.I. „Ég vinn við að aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum með námið. Einnig starfa ég við að spila á tónleikum á hverjum degi með hinum aðstoðarkennurunum, til þess að þjálfa nemendur skólans sem eru að æfa sig í hljóðblöndun á tónleikum. Þetta er rosalega skemmtileg vinna,“ útskýrir Steinunn Ósk. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Mig langaði að fara út til þess að lifa drauminn,“ segir hin 25 ára gamla söngkona Steinunn Ósk Axelsdóttir, sem flutti árið 2011 til Los Angeles til þess að elta drauminn sinn, sem er að verða atvinnutónlistarkona. Hún hefur klárað gráðu sem kallast Associate of Arts degree in Vocal Performance við tónlistarskólann Musician Institute (M.I.) í Los Angeles. Þar kynntist hún hljómsveitarfélögum sínum. „Það voru nemendur í skólanum sem voru að leita að söngkonu með sérstaka rödd og ég varð fyrir valinu,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hljómsveitin, sem nefnist In the Key of Earth, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. „Við tókum plötuna upp sjálf og gáfum hana líka út sjálf.“ Ásamt Steinunni Ósk eru þau Jazzlyn Rose hljómborðsleikari og David Kirsh gítarleikari í hljómsveitinni. Var ekki mikið mál að gefa sjálf út plötu í Bandaríkjunum? „Jú, þetta var heilmikið ferli og mikil vinna, en algjörlega þess virði.“ Á Íslandi hafði hún lært söng í eitt ár við Söngskóla Reykjavíkur og var hún í Tónlistarskóla FÍH í þrjú ár.Steinunn Ósk flutti til Los Angeles til að elta drauma sínaMynd/EinkasafnHún segir lífið í Los Angeles vera frábært og að hún sé ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð. „Hér er alltaf frábært veður og það er alltaf eitthvað að gerast í Hollywood,“ segir Steinunn Ósk, en hún býr við Hollywood Boulevard. „Það tekur mig bara tvær mínútur að rölta til dæmis að Kodak Theater, þar sem Óskarinn fer fram í byrjun mars.“ Spurð út í fræga fólkið, segist Steinunn Ósk hafa hitt allnokkra þekkta einstaklinga í Hollywood. Hún hitti til að mynda tvo leikara á tónleikum með hljómsveitinni Steel Panther í Hollywood, þá Ron Jeremy og Dane Cook. „Það var bara fyndið að hitta Ron Jeremy, en hann var nett subbulegur náungi. Hins vegar var Dane Cook töluvert fágaðri og snyrtilegri. Ég þekki söngvara Steel Panther, Michael Starr, ágætlega og fékk að kíkja baksviðs eftir tónleikana og þar hitti ég leikarana,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hún starfar einnig sem aðstoðarkennari í M.I. „Ég vinn við að aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum með námið. Einnig starfa ég við að spila á tónleikum á hverjum degi með hinum aðstoðarkennurunum, til þess að þjálfa nemendur skólans sem eru að æfa sig í hljóðblöndun á tónleikum. Þetta er rosalega skemmtileg vinna,“ útskýrir Steinunn Ósk.
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein