Söngkona lifir drauminn í borg englanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:00 Eltir draumana til Los Angeles Mynd/Einkasafn „Mig langaði að fara út til þess að lifa drauminn,“ segir hin 25 ára gamla söngkona Steinunn Ósk Axelsdóttir, sem flutti árið 2011 til Los Angeles til þess að elta drauminn sinn, sem er að verða atvinnutónlistarkona. Hún hefur klárað gráðu sem kallast Associate of Arts degree in Vocal Performance við tónlistarskólann Musician Institute (M.I.) í Los Angeles. Þar kynntist hún hljómsveitarfélögum sínum. „Það voru nemendur í skólanum sem voru að leita að söngkonu með sérstaka rödd og ég varð fyrir valinu,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hljómsveitin, sem nefnist In the Key of Earth, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. „Við tókum plötuna upp sjálf og gáfum hana líka út sjálf.“ Ásamt Steinunni Ósk eru þau Jazzlyn Rose hljómborðsleikari og David Kirsh gítarleikari í hljómsveitinni. Var ekki mikið mál að gefa sjálf út plötu í Bandaríkjunum? „Jú, þetta var heilmikið ferli og mikil vinna, en algjörlega þess virði.“ Á Íslandi hafði hún lært söng í eitt ár við Söngskóla Reykjavíkur og var hún í Tónlistarskóla FÍH í þrjú ár.Steinunn Ósk flutti til Los Angeles til að elta drauma sínaMynd/EinkasafnHún segir lífið í Los Angeles vera frábært og að hún sé ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð. „Hér er alltaf frábært veður og það er alltaf eitthvað að gerast í Hollywood,“ segir Steinunn Ósk, en hún býr við Hollywood Boulevard. „Það tekur mig bara tvær mínútur að rölta til dæmis að Kodak Theater, þar sem Óskarinn fer fram í byrjun mars.“ Spurð út í fræga fólkið, segist Steinunn Ósk hafa hitt allnokkra þekkta einstaklinga í Hollywood. Hún hitti til að mynda tvo leikara á tónleikum með hljómsveitinni Steel Panther í Hollywood, þá Ron Jeremy og Dane Cook. „Það var bara fyndið að hitta Ron Jeremy, en hann var nett subbulegur náungi. Hins vegar var Dane Cook töluvert fágaðri og snyrtilegri. Ég þekki söngvara Steel Panther, Michael Starr, ágætlega og fékk að kíkja baksviðs eftir tónleikana og þar hitti ég leikarana,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hún starfar einnig sem aðstoðarkennari í M.I. „Ég vinn við að aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum með námið. Einnig starfa ég við að spila á tónleikum á hverjum degi með hinum aðstoðarkennurunum, til þess að þjálfa nemendur skólans sem eru að æfa sig í hljóðblöndun á tónleikum. Þetta er rosalega skemmtileg vinna,“ útskýrir Steinunn Ósk. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Mig langaði að fara út til þess að lifa drauminn,“ segir hin 25 ára gamla söngkona Steinunn Ósk Axelsdóttir, sem flutti árið 2011 til Los Angeles til þess að elta drauminn sinn, sem er að verða atvinnutónlistarkona. Hún hefur klárað gráðu sem kallast Associate of Arts degree in Vocal Performance við tónlistarskólann Musician Institute (M.I.) í Los Angeles. Þar kynntist hún hljómsveitarfélögum sínum. „Það voru nemendur í skólanum sem voru að leita að söngkonu með sérstaka rödd og ég varð fyrir valinu,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hljómsveitin, sem nefnist In the Key of Earth, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. „Við tókum plötuna upp sjálf og gáfum hana líka út sjálf.“ Ásamt Steinunni Ósk eru þau Jazzlyn Rose hljómborðsleikari og David Kirsh gítarleikari í hljómsveitinni. Var ekki mikið mál að gefa sjálf út plötu í Bandaríkjunum? „Jú, þetta var heilmikið ferli og mikil vinna, en algjörlega þess virði.“ Á Íslandi hafði hún lært söng í eitt ár við Söngskóla Reykjavíkur og var hún í Tónlistarskóla FÍH í þrjú ár.Steinunn Ósk flutti til Los Angeles til að elta drauma sínaMynd/EinkasafnHún segir lífið í Los Angeles vera frábært og að hún sé ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð. „Hér er alltaf frábært veður og það er alltaf eitthvað að gerast í Hollywood,“ segir Steinunn Ósk, en hún býr við Hollywood Boulevard. „Það tekur mig bara tvær mínútur að rölta til dæmis að Kodak Theater, þar sem Óskarinn fer fram í byrjun mars.“ Spurð út í fræga fólkið, segist Steinunn Ósk hafa hitt allnokkra þekkta einstaklinga í Hollywood. Hún hitti til að mynda tvo leikara á tónleikum með hljómsveitinni Steel Panther í Hollywood, þá Ron Jeremy og Dane Cook. „Það var bara fyndið að hitta Ron Jeremy, en hann var nett subbulegur náungi. Hins vegar var Dane Cook töluvert fágaðri og snyrtilegri. Ég þekki söngvara Steel Panther, Michael Starr, ágætlega og fékk að kíkja baksviðs eftir tónleikana og þar hitti ég leikarana,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hún starfar einnig sem aðstoðarkennari í M.I. „Ég vinn við að aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum með námið. Einnig starfa ég við að spila á tónleikum á hverjum degi með hinum aðstoðarkennurunum, til þess að þjálfa nemendur skólans sem eru að æfa sig í hljóðblöndun á tónleikum. Þetta er rosalega skemmtileg vinna,“ útskýrir Steinunn Ósk.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira