

Skipið Alma, sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga.
Flutningaskipið Alma, sem siglir nú með um tvö þúsund tonn af hvalkjöti frá Íslandi til Japans, hætti við að leggja að bryggju í höfninni í Durban í Suður Afríku í gær þar sem til stóð að taka olíu og vistir.
Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega.
Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts.
Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum.