Flytja langreyðarkjöt til Japan Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 20. mars 2014 21:58 Skipið ALMA undirbýr siglingu til Japan. Mynd/Daníel Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan." Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira
Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan."
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira