Lífið

,,Við hittumst á barnum Celtic Cross og munum illa hvað fram fór"

Ellý Ármanns skrifar
,,Þessi mynd er tekin í Hjartagarðinum sælla minninga síðastliðið sumar."
,,Þessi mynd er tekin í Hjartagarðinum sælla minninga síðastliðið sumar." mynd/einkasafn dóru
Nú þegar örfáir dagar eru til kosninga höfðum við samband við Dóru Björk Guðjónsdóttur, 28 ára, sem er góð vinkona oddvita Pírata í Reykjavík, Halldórs Auðars Svanssonar, til að kynnast frambjóðandanum örlítið betur.

,,Hér erum við á leiðinni á ævintýralegt Eistnaflug sumarið 2011."mynd/einkasafn dóru
Dóra, sem er háskólanemi og starfsmaður í búsetuþjónustu, hefur þekkt Halldór í hvorki meira né minna en tíu ár. Hún rifjar hér meðal annars upp þeirra fyrstu kynni.

,,Við Halldór höfum þekkst frá árinu 2004 í gegnum sameiginlega vini. Við hittumst á barnum Celtic Cross og munum illa hvað fram fór, en einn góðvinur okkar beggja mun hafa slasast lítillega. Við skulum láta smáatriðin liggja milli hluta en við höfum í raun verið bestu vinir síðan þá," segir Dóra þegar tal okkar hefst.

Spurð um vin sinn segir hún: ,,Halldór er eðalnjörður af guðs náð og minglar í nánast hvaða félagsskap sem er. Það er til dæmis fullkomlega eðlilegt að bjóða Halldóri í staffapartý hjá fyrirtækjum sem hann vinnur ekki hjá og taka hann með á vandræðaleg stefnumót sem tengjast honum ekki neitt. Hann getur talað um nánast hvað sem er og býr yfir óhemjuþekkingu á öllu mögulegu. Hann skilur vel mikilvægi spontantleika í tilverunni og því til sönnunnar fengum við okkur tattú með upphafsstöfum Myers-Briggs persónuleikanna okkar árið 2009 til heiðurs vináttunni." 


Hvernig er sambandi ykkar háttað í dag? ,,Við Halldór hittumst svona af og til en bullum þó mest í hvoru öðru í gegnum samfélagsmiðla, ræðum landsins gagn og nauðsynjar og gerum grín að moggabloggurum. Halldór er gaurinn sem ég hringi í ef ég finn slasaðan kött, þarf að láta lesa yfir ritgerð eða langar í pizzu klukkan fimm að morgni."
 

Blómstrar í pólitíkinni

,,Halldór hefur blómstrað eftir að hann byrjaði að starfa með Pírötum og það er líkt og hann sé fyrst núna kominn á hárrétta hillu í lífinu. Við vinirnir sjáum náttúrulega minna af honum þessa dagana þegar hann vinnur eins og skepna að framboðinu en ég held að allir séu á einu máli um að hann eigi vel heima í þessu amstri. "

Hugsjónamennska Halldórs fékk aldrei útrás í forrituninni



,,Forritunarstörfin hafa vissulega alltaf leikið í höndum Halldórs og hann er kannski einn af því fólki sem aldrei hefur þurft að hafa mikið fyrir því að vera brilljant á sínu sviði. Hugsjónamennskan og réttlætiskenndin fengu hins vegar aldrei útrás í forritarastörfunum sem skyldi en Pírataflokkurinn nær að sameina þetta tvennt á besta mögulega hátt. Við vinirnir höfum auk þess yndi af að hlusta á Halldór rúlla upp andstæðingum í rökræðum á sinn vingjarnlega og zenaða hátt," segir besta vinkona frambjóðandans að lokum.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.