Íslenski boltinn

Mummi kominn fram úr Bjarna Fel og Rúnari Kristins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Reynir Gunnarsson, lengst til vinstri, fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum 2013 með þeim Gary Martin og Hannesi Halldórssyni.
Guðmundur Reynir Gunnarsson, lengst til vinstri, fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum 2013 með þeim Gary Martin og Hannesi Halldórssyni. Vísir/Vilhelm
Guðmundur Reynir Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við KR um þrjú ár en þessi skemmtilegi vinstri bakvörður var lykilmaður í Íslandsmeistaratitli KR á síðasta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Guðmundur Reynir Gunnarsson varð 25 ára gamall í gær og skrifaði því undir nýjan á afmælisdaginn sinn. Hann færði því KR-ingum í raun gjöf á sínum afmælisdegi því þeir hafa getað treyst á Guðmund Reyni í vinstri bakvarðarstöðunni undanfarin ár.

Mummi, eins og hann er kallaður, spilaði sinn fyrsta leik með KR á 17 ára afmælisdaginn sinn árið 2006 og hann spilaði sinn 226. meistaraflokksleik þegar KR mætti Fjölni í síðustu viku.

Það kemur fram hjá Ólafi Brynjari Halldórssyni á heimasíðu KR að Guðmundur Reynir hafi þá farið fram úr Bjarna Felixsyni og Rúnari Kristinssyni í leikjafjölda og er Mummi nú orðinn fimmtándi leikjahæsti KR-ingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×