Reisir íslenskt 19. aldar hús á Cape Cod í Bandaríkjunum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:15 Bandarískur verkfræðingur hefur reist íslenskt hús á Cape Cod í Bandaríkjunum eftir fyrirmynd af húsi í Árbæjarsafni. Hann hefur heimsótt Ísland allt frá barnsaldri og segist vera ópinber sendiherra þjóðarinnar í sínum heimabæ. Enn bætist í flóru Íslandsvina. David D. Coughanowr frá Cape Cod í Massachusetts hefur komið hingað til lands árum saman og er orðinn svo ástfanginn af landi og þjóð að hann hefur byggt sér hús sem er eftirlíking að húsinu Þingholtsstræði 9 í Árbæjarsafni. David kom fyrst til Íslands tólf ára gamall árið 1973.„Foreldrar mínur voru þá að flytja til Sviss í eitt ár og við flugum með Loftleiðum, sem jafnvel á þeim tíma bauð upp á þriggja daga stopp á Íslandi á leið okkar til Evrópu,“ segir David. En frá árinu 1995 hefur David komið rúmlega fjörtíu sinnum til Íslands og á litla íbúð í Reykjavík. Á einni ferða sinna keypti hann lítið líkan að gömlu íslensku húsi í ferðamannaverslun og fékk áhuga á að reisa slíkt hús í Chatham á Cape Cod í Massachusets þar sem hann býr. Hann fór því að sýna fólki litla líkanið og spyrja fólk hvar þetta hús væri að finna. „Sumir sögðust telja að það væri á Seyðisfirði á meðan aðrir töldu sig hafa séð það á Akureyri. En að lokum tókst mér að finna það í Árbæjarsafni,“ segir David. Og nú er ytra byrði hússins risið á Cape Cod, um tíu prósent stærra að ummáli en upprunalega húsið sem stóð eitt sinn við Þingholtsstræti 9 í Reykjavík og var byggt árið 1846. Þá hefur David bætt kjallara við sitt hús sem byggt er í brekku.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.Getum við sagt að Íslendingar hafi eignast óformlegt sendiráð í litla húsinu þínu á Cape Cod? „Já, ég er sendiherra alþýðunnar fyrir Ísland í Bandaríkjunum,“ segir þessi vinur Íslands, sem hefur kveikt áhuga fjölda annarra Bandaríkjamanna á að koma til Íslands, m.a. hóp manna sem nú dvelur í landinu.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Bandarískur verkfræðingur hefur reist íslenskt hús á Cape Cod í Bandaríkjunum eftir fyrirmynd af húsi í Árbæjarsafni. Hann hefur heimsótt Ísland allt frá barnsaldri og segist vera ópinber sendiherra þjóðarinnar í sínum heimabæ. Enn bætist í flóru Íslandsvina. David D. Coughanowr frá Cape Cod í Massachusetts hefur komið hingað til lands árum saman og er orðinn svo ástfanginn af landi og þjóð að hann hefur byggt sér hús sem er eftirlíking að húsinu Þingholtsstræði 9 í Árbæjarsafni. David kom fyrst til Íslands tólf ára gamall árið 1973.„Foreldrar mínur voru þá að flytja til Sviss í eitt ár og við flugum með Loftleiðum, sem jafnvel á þeim tíma bauð upp á þriggja daga stopp á Íslandi á leið okkar til Evrópu,“ segir David. En frá árinu 1995 hefur David komið rúmlega fjörtíu sinnum til Íslands og á litla íbúð í Reykjavík. Á einni ferða sinna keypti hann lítið líkan að gömlu íslensku húsi í ferðamannaverslun og fékk áhuga á að reisa slíkt hús í Chatham á Cape Cod í Massachusets þar sem hann býr. Hann fór því að sýna fólki litla líkanið og spyrja fólk hvar þetta hús væri að finna. „Sumir sögðust telja að það væri á Seyðisfirði á meðan aðrir töldu sig hafa séð það á Akureyri. En að lokum tókst mér að finna það í Árbæjarsafni,“ segir David. Og nú er ytra byrði hússins risið á Cape Cod, um tíu prósent stærra að ummáli en upprunalega húsið sem stóð eitt sinn við Þingholtsstræti 9 í Reykjavík og var byggt árið 1846. Þá hefur David bætt kjallara við sitt hús sem byggt er í brekku.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.Getum við sagt að Íslendingar hafi eignast óformlegt sendiráð í litla húsinu þínu á Cape Cod? „Já, ég er sendiherra alþýðunnar fyrir Ísland í Bandaríkjunum,“ segir þessi vinur Íslands, sem hefur kveikt áhuga fjölda annarra Bandaríkjamanna á að koma til Íslands, m.a. hóp manna sem nú dvelur í landinu.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira