Fyrstu umræðu um höfuðstólslækkun húsnæðislána lauk á Alþingi í gær, rétt fyrir miðnætti. Málið mun nú ganga til Efnahags og viðskiptanefndar en fyrsta umræða stóð í tvo daga. Stjórnarandstaðan gagnrýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra harðlega fyrir að vera ekki viðstaddur umræðuna, ekki síst í því ljósi að um væri að ræða stærsta kosningamál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum þótt frumvarpið sé flutt af fjármálaráðherra.
Eftir að frumvarpið hafði verið afgreitt í nefnd kvaddi Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sér hljóðs og krafðist þess að fundað yrði um viðveru ráðherra í mikilvægum málum á fundi þingflokksformanna í dag.
Skuldalækkanir komnar í nefnd
