Innlent

Safna hlýjum fatnaði fyrir flóttamenn

Ástandið í Sýrlandi fer versnandi og fjöldi fólks er í brýnni þörf fyrir mat, lyf og fatnað. Hópur Íslendinga hefur tekið sig saman og safna nú hlýjum fötum og ullarteppum fyrir sýrlenska flóttamenn.

Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur  nú staðið yfir í þrjú ár, en talið er 125.000 manns hafi látið lífið í átökum. Þá hafa meira en tvær milljónir hafa flúið heimili sín og hafast að í flóttamannabúðum þar sem aðgangur að mat og drykkjarvatni er takmarkaður. Ástandið er slæmt og óttast Sameinuðu þjóðirnar að hungursneið sé yfirvofandi. Skortur er á öllum nauðsynjum á átakasvæðinu.

Tvær íslenskar konur tóku sig til í vikunni og stofnuðu Facebook-hóp í þeim tilgangi að safna saman fötum og  senda til sýrlenskra flóttamanna. Þær eru nú  komnar í samstarf við Rauða krossinn sem mun sjá um að skaffa húsnæði fyrir fatnaðinn og koma honum til Sýrlands. 

Þá hafa íslenskar prjónakonur einnig stofnað Facebook-hóp í þeim tilgangi að fá sem flesta til að prjóna flíkur til að senda út. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×