Er glaður í hjartanu Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. maí 2014 11:00 Tvær bíómyndir í bígerð, Theódór hefur í nægu að snúast á næstunni. Vísir/Daníel „Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum, ég held það sé ekki til mikið meiri heiður en að fá að vera kosinn heiðurslistamaður af sínu bæjarfélagi, sérstaklega í Kópavogi þar sem listin blómstrar,“ segir hinn 65 ára gamli leikari Theódór Júlíusson, en hann var útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í gær við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. „Ég er mjög glaður í hjartanu og þakka lista-og menningarráði með mikilli auðmýkt.“ Theódór hefur átt glæstan leiklistarferil. Hann er með diplómu í leiklist frá The Drama Studio í London og hefur á sínum langa ferli komið víða við. „Ég var í tíu ár starfandi sem leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, það var lærdómsríkur tími og þar fékk maður að leika meiri og stærri hlutverk en þegar maður var kominn til höfuðborgarinnar, þar sem úrvalið og samkeppnin var meiri,“ bætir Theódór við. Hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1989 og bauðst vinna í Borgarleikhúsinu sem var opnað sama ár. „Það er eftirminnilegt að hafa fengið að taka þátt í opnunarverkinu á stóra sviðinu, þar hef ég starfað síðan,“ segir Theódór. Fyrir utan að hafa leikið í fjölda sviðsverka, þá hefur hann leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og hjá Leikfélagi Akureyrar og einnig leikið í fjölda kvikmynda. Er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr á þínum langa og farsæla ferli? „Það er margt eftirminnilegt, eins og til dæmis þegar ég var lánaður í Þjóðleikhúsið í eitt verkefni þar sem ég lék með Róberti Arnfinnssyni, hann var stórkostlegur leikari sem ég bar mikla virðingu fyrir. Það er líka ánægjulegt fyrir mig að ég er annar leikarinn á eftir honum sem fær þessa viðurkenningu sem heiðurslistamaður Kópavogs. Einnig þegar ég lék Sölva Helgason í leikriti Sveins Einarssonar um Sólon Íslandus. Manni verður líka hugsað til allra þeirra stórkostlegu listamanna sem maður hefur unnið með í gegnum tíðina. Þá eru mörg eftirminnileg verk sem ég tók þátt í í Borgarleikhúsinu eins og til dæmis Vanja frændi í samnefndu leikriti. Einnig var stórkostlegt að taka þátt í sýningunni Fjölskyldan undir leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar,“ segir Theódór. Hvort er þó skemmtilegra að leika á sviði eða í kvikmynd? „Þetta er ólíkt en ég geri ekki upp á milli. Það er rosalega gaman að blanda þessu saman og hvort tveggja er innspýting fyrir leikarann, hvort sem það er að vera á sviði eða í myndum. Það geta komið tímar í leikhúsinu þar sem ekki allt tekst og maður hugsar að maður hefði getað gert betur en ánægjustundirnar eru þó talsvert fleiri.“ Fyrir utan leiklistina hefur Theódór starfað mikið að félagsmálum og var í níu ár í stjórn Leikfélags Akureyrar. „Ég var einnig kosinn í stjórn Félags íslenskra leikara og var þar í 12 ár og eftir það var ég kosinn í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og sat þar í 13 ár en fór úr stjórninni núna í október,“ bætir Theódór við. Hann er að búa sig undir tvær bíómyndir, önnur fer í tökur í ágúst og hin síðar. „Þetta er kvikmynd í leikstjórn Gríms Hákonarsonar og leggst rosalega vel í mig, þetta er svona bændamynd sem verður tekin í Bárðardal,“ segir Theódór um aðra af þeim myndum sem væntanlegar eru. Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum, ég held það sé ekki til mikið meiri heiður en að fá að vera kosinn heiðurslistamaður af sínu bæjarfélagi, sérstaklega í Kópavogi þar sem listin blómstrar,“ segir hinn 65 ára gamli leikari Theódór Júlíusson, en hann var útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í gær við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. „Ég er mjög glaður í hjartanu og þakka lista-og menningarráði með mikilli auðmýkt.“ Theódór hefur átt glæstan leiklistarferil. Hann er með diplómu í leiklist frá The Drama Studio í London og hefur á sínum langa ferli komið víða við. „Ég var í tíu ár starfandi sem leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, það var lærdómsríkur tími og þar fékk maður að leika meiri og stærri hlutverk en þegar maður var kominn til höfuðborgarinnar, þar sem úrvalið og samkeppnin var meiri,“ bætir Theódór við. Hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1989 og bauðst vinna í Borgarleikhúsinu sem var opnað sama ár. „Það er eftirminnilegt að hafa fengið að taka þátt í opnunarverkinu á stóra sviðinu, þar hef ég starfað síðan,“ segir Theódór. Fyrir utan að hafa leikið í fjölda sviðsverka, þá hefur hann leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og hjá Leikfélagi Akureyrar og einnig leikið í fjölda kvikmynda. Er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr á þínum langa og farsæla ferli? „Það er margt eftirminnilegt, eins og til dæmis þegar ég var lánaður í Þjóðleikhúsið í eitt verkefni þar sem ég lék með Róberti Arnfinnssyni, hann var stórkostlegur leikari sem ég bar mikla virðingu fyrir. Það er líka ánægjulegt fyrir mig að ég er annar leikarinn á eftir honum sem fær þessa viðurkenningu sem heiðurslistamaður Kópavogs. Einnig þegar ég lék Sölva Helgason í leikriti Sveins Einarssonar um Sólon Íslandus. Manni verður líka hugsað til allra þeirra stórkostlegu listamanna sem maður hefur unnið með í gegnum tíðina. Þá eru mörg eftirminnileg verk sem ég tók þátt í í Borgarleikhúsinu eins og til dæmis Vanja frændi í samnefndu leikriti. Einnig var stórkostlegt að taka þátt í sýningunni Fjölskyldan undir leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar,“ segir Theódór. Hvort er þó skemmtilegra að leika á sviði eða í kvikmynd? „Þetta er ólíkt en ég geri ekki upp á milli. Það er rosalega gaman að blanda þessu saman og hvort tveggja er innspýting fyrir leikarann, hvort sem það er að vera á sviði eða í myndum. Það geta komið tímar í leikhúsinu þar sem ekki allt tekst og maður hugsar að maður hefði getað gert betur en ánægjustundirnar eru þó talsvert fleiri.“ Fyrir utan leiklistina hefur Theódór starfað mikið að félagsmálum og var í níu ár í stjórn Leikfélags Akureyrar. „Ég var einnig kosinn í stjórn Félags íslenskra leikara og var þar í 12 ár og eftir það var ég kosinn í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og sat þar í 13 ár en fór úr stjórninni núna í október,“ bætir Theódór við. Hann er að búa sig undir tvær bíómyndir, önnur fer í tökur í ágúst og hin síðar. „Þetta er kvikmynd í leikstjórn Gríms Hákonarsonar og leggst rosalega vel í mig, þetta er svona bændamynd sem verður tekin í Bárðardal,“ segir Theódór um aðra af þeim myndum sem væntanlegar eru.
Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira