Sátt yrði rofin um útsvarsgreiðslur Sveinn Arnarsson skrifar 4. desember 2014 08:00 Fyrirhugaðar breytingar á lögum um útsvar leggjast ekki vel í Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg hefur sent frá sér umsögn um fyrirhugaðar breytingar á lögum um lágmarksútsvar sveitarfélaga. Bendir Reykjavíkurborg á að hluti af útsvari reykvískra skattborgara fari í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem áfram renni til sveitarfélaga á landsbyggðinni til reksturs skóla. „Minni sveitarfélög fá sum meira en helming tekna sinna á þennan hátt frá skatt- og útsvarsgreiðendum í öðrum sveitarfélögum til að standa undir nauðsynlegri grunnþjónustu.“ Einnig segir í umsögninni að „þar með væri jafnframt rofin hin sæmilega sátt sem ríkt hefur um að íbúar stærri sveitarfélaga greiði útsvar til hinna minni til að þau geti veitt grunnþjónustu.“Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir þá hugmynd að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga og telur hugmyndir þess efnis varhugaverðar. „Lágmarksútsvar er haft til að búa ekki til þá freistingu fyrir sveitarfélög að vera með litla þjónustu og lága skatta og treysta því svo að íbúar flytji til stærri sveitarfélaga þegar þeir þurfa á þjónustu að halda. Hugmyndir oddvita Skorradalshrepps, sem er með 58 íbúa og nær enga þjónustu, í frétt Fréttablaðsins eru ágætt dæmi um slíka hugsun. Honum finnst spennandi að laða að sér efnameira fólk sem þarf ekkert frá sveitarfélaginu, og veita því afslátt af sköttum. Væntanlega í trausti þess að það flytji svo lögheimilið aftur ef þörf á þjónustu breytist,“ segir Dagur. Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, telur varhugavert að lítil sveitarfélög sem búa við góðar tekjur vegna stóriðju og virkjana geti lækkað útsvar niður úr hófi og þannig veitt íbúum skattaafslátt. „Fljótsdalshreppur er gott dæmi um slíkt sveitarfélag sem býr við þau skilyrði að fá gríðarlegar tekjur af stóriðju. Kárahnjúkavirkjun er í þeirra landi og því getur sveitarfélag eins og þetta gripið til þess að lækka útsvar. Þetta getur ýtt undir falda búsetu í sveitarfélaginu, að menn flytji lögheimili í sveitarfélagið en búi ekki þar að staðaldri.“ Hjalti telur það heppilegra ef sveitarfélög á stærra svæði njóti góðs af svona stórum virkjunum og stöðvarhúsum. „Þá eru meiri líkur á að peningum sé vel varið og nýtist til þeirrar þjónustu sem þarf að sinna.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur sent frá sér umsögn um fyrirhugaðar breytingar á lögum um lágmarksútsvar sveitarfélaga. Bendir Reykjavíkurborg á að hluti af útsvari reykvískra skattborgara fari í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem áfram renni til sveitarfélaga á landsbyggðinni til reksturs skóla. „Minni sveitarfélög fá sum meira en helming tekna sinna á þennan hátt frá skatt- og útsvarsgreiðendum í öðrum sveitarfélögum til að standa undir nauðsynlegri grunnþjónustu.“ Einnig segir í umsögninni að „þar með væri jafnframt rofin hin sæmilega sátt sem ríkt hefur um að íbúar stærri sveitarfélaga greiði útsvar til hinna minni til að þau geti veitt grunnþjónustu.“Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir þá hugmynd að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga og telur hugmyndir þess efnis varhugaverðar. „Lágmarksútsvar er haft til að búa ekki til þá freistingu fyrir sveitarfélög að vera með litla þjónustu og lága skatta og treysta því svo að íbúar flytji til stærri sveitarfélaga þegar þeir þurfa á þjónustu að halda. Hugmyndir oddvita Skorradalshrepps, sem er með 58 íbúa og nær enga þjónustu, í frétt Fréttablaðsins eru ágætt dæmi um slíka hugsun. Honum finnst spennandi að laða að sér efnameira fólk sem þarf ekkert frá sveitarfélaginu, og veita því afslátt af sköttum. Væntanlega í trausti þess að það flytji svo lögheimilið aftur ef þörf á þjónustu breytist,“ segir Dagur. Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, telur varhugavert að lítil sveitarfélög sem búa við góðar tekjur vegna stóriðju og virkjana geti lækkað útsvar niður úr hófi og þannig veitt íbúum skattaafslátt. „Fljótsdalshreppur er gott dæmi um slíkt sveitarfélag sem býr við þau skilyrði að fá gríðarlegar tekjur af stóriðju. Kárahnjúkavirkjun er í þeirra landi og því getur sveitarfélag eins og þetta gripið til þess að lækka útsvar. Þetta getur ýtt undir falda búsetu í sveitarfélaginu, að menn flytji lögheimili í sveitarfélagið en búi ekki þar að staðaldri.“ Hjalti telur það heppilegra ef sveitarfélög á stærra svæði njóti góðs af svona stórum virkjunum og stöðvarhúsum. „Þá eru meiri líkur á að peningum sé vel varið og nýtist til þeirrar þjónustu sem þarf að sinna.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira