Innlent

Jólatré tendruð á Hellissandi og Ólafsvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það var glatt á hjalla í morgun þegar jólatréð á Hellissandi var tendrað.
Það var glatt á hjalla í morgun þegar jólatréð á Hellissandi var tendrað. Vísir/Þröstur Albertsson
Bæjarbúar á Hellissandi og Ólafsvík komu saman í morgun þegar jólatrén voru tendruð. Börn í bæjunum voru að sjálfsögðu mætt ásamt jólasveinum á hátíðarstundina.

Upphaflega átti að tendra trén á sunnudaginn en því var frestað vegna veðurs. Óveður gekk yfir landið og fékk jólatréð á Austurvelli í Reykavík meðal annars að kenna á lægðinni.

Íbúar í Stykkishólmi munu svo tendra sitt tré klukkan 18 í Hólmgarði. Venju samkvæmt munu nemendur í 1. bekk sjá um það mikilvæga hlutverk. Jólatréð er gjöf frá Drammen, vinabæs Stykkishólms í Noregi. Kvenfélagið Hringurinn verður með heitt súkkulaði og smáköku til sölu og von er á rauðklæddum jólasveinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×