Lífið

"Við erum bara svo ung og gröð“

Gunnar Leó Pálsson skrifar
„Við erum bara svo ung og gröð og kunnum svo vel á internetið,” segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson en hann er fyrsti viðmælandi í nýjum sjónvarpsþætti sem kallast Prófill. Þættirnir verða í opinni dagskrá klukkan 20.00 á fimmtudögum á Popp TV.

„Í hverjum þætti er einn áhugaverður einstaklingur, við fáum að skyggnast inn í líf hans og gefum áhorfendum tækifæri til þess að kynnast honum betur,” segir Sunneva Sverrisdóttir stjórnandi þáttarins sem fullyrðir einnig að tökur hafi gengið mjög vel og að allt sé að smella saman.

Fyrsti þáttur fer í loftið næstkomandi fimmtudag á Popp TV og hefst eins og fyrr segir klukkan 20.00.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.