Innlent

Eignaspjöll á Ísafirði í rannsókn lögreglu

visir/vilhelm
Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú eignaspjöll sem voru unnin á níu bílum í bænum aðfararnótt sunnudags.

Einnig voru um svipað leyti brotnar rúður í Landsbankahúsinu, og í húsum við Tangagötu, Austurveg og Sundstræti.

Í bílunum voru brotin fram- eða afturljós, rúður , eða lakk þeirra rispað og er ljóst að tjónið á þeim og rúðubrotin í húsunum hlaupa á háum upphæðum.

Engin sérstakur liggur undir grun, og óskar lögreglan á Ísafirði eftir öllum vísbendingum, sem gætu leitt til þess að skemmdarvargurinn náist. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×