Hróksmenn klyfjaðir páskaeggjum til Ittoqqortoormiit Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2014 10:59 Hrafn Jökulsson er illa haldinn Grænlandsveikinni - en það er jákvæð veiki. Til stóð að liðsmenn skákfélagsins Hróksins færu í dag til Ittoqqortoormiit en vegna veðurs hefur flugi til Grænlands verið frestað til morguns. Hrafn Jökulsson er forseti Hróksins og hann segir að svo virðist sem veðurguðirnir séu eitthvað andsnúnir skálistinni í dag. Ittoqqortoormiit er afskekktasta þorp Grænlands, á 72° gráðu, þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. „Um páskana verður skákhátíð haldin í bænum, áttunda árið í röð. Þetta er annað verkefni á 12. starfsári Hróksins á Grænlandi, en alls hafa liðsmenn félagsins farið meira en 30 ferðir til Grænlands að útbreiða skák og efla vináttu nágrannaþjóðanna,“ segir Hrafn Jökulsson forseti Hróksins. Hann segir svo frá að Ittoqqortoormiit þýði þorp hinna stóru húsa.GrænlandsveikinLeiðangursmenn að þessu sinni eru Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, sem hefur farið í um 25 ferðir til að efla skák á Grænlandi og vináttu grannþjóðanna og Jón Birgir Einarsson, fastamaður í heimsóknum til Ittoqqortoormiit. Hrafn hugar hins vegar að næstu verkefnum Hróksins á Grænlandi, en í maí verður haldin skákhátíð í Nuuk, höfuðborg Grænlands, til minningar um Íslandsvininn Jonathan Motzfeldt, fyrsta forsætisráðherra Grænlands. En, hvernig stendur á þessum Grænlandsáhuga? „Sá sem einu sinni kemur til Grænlands verður aldrei samur á eftir. Það er talað um Grænlandsveiki, hún er reyndar mjög jákvæð veiki því Grænland er stórkostlegt land; ekki bara stærsta eyja í heimi, elsta land í heimi með ríka menningarhefð. Þarna býr stórkostlegt fólk sem við eigum mikla samleið með og við eigum að rækta tengslin og vináttuna á sem allra flestum sviðum. Skákin er dásamlegt verkfæri til þess.“Dagur vináttu landanna tveggja Hrafn segir Ittoqqortoormiit skipar sérstakan sess í hjörtum Hróksmanna eftir áralangt starf og þar eiga liðsmenn félagsins mörgum vinum að fagna. Á næstu dögum verður efnt til fjöltefla og skákmóta fyrir börn og fullorðna og á mánudag verður „Dagur vináttu Grænlands og Íslands“ haldinn hátíðlegur. Í þorpinu eru um 450 íbúar, og er búið að skapa ríka skákhefð í þessum fræga veiðimannabæ, þar sem ísbirnir eru iðulega á vappi. Hróksmenn fara klyfjaðir páskaeggjum, vinningum, verðlaunum og öðrum gjöfum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Meðal bakhjarla ferðarinnar eru Aurelia velgerðarsjóður, Norlandair, Bónus, Gekon, Nýherji, 66° Norður, Hafnarfjarðarhafnir, Zo-on og Ísspor.Öll börn fá páskaegg Hróksliðar munu heimsækja barnaheimili, sjúkrastofnun og dvalarheimili aldraðra, en höfuðstöðvar hátíðarinnar verða í grunnskóla bæjarins. Þar mun Róbert Lagerman skákmeistari og varaforseti Hróksins tefla fjöltefli á skírdag, og á föstudag verður páskaeggjamót þar sem öll börn í bænum fá páskaegg frá Bónus. Á laugardag er komið að Norlandair-mótinu fyrir börn og fullorðna og á mánudag verður ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands" haldinn. Hægt verður að fylgjast með leiðangrinum á Facebook-síðu Skákfélagsins Hróksins. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Til stóð að liðsmenn skákfélagsins Hróksins færu í dag til Ittoqqortoormiit en vegna veðurs hefur flugi til Grænlands verið frestað til morguns. Hrafn Jökulsson er forseti Hróksins og hann segir að svo virðist sem veðurguðirnir séu eitthvað andsnúnir skálistinni í dag. Ittoqqortoormiit er afskekktasta þorp Grænlands, á 72° gráðu, þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. „Um páskana verður skákhátíð haldin í bænum, áttunda árið í röð. Þetta er annað verkefni á 12. starfsári Hróksins á Grænlandi, en alls hafa liðsmenn félagsins farið meira en 30 ferðir til Grænlands að útbreiða skák og efla vináttu nágrannaþjóðanna,“ segir Hrafn Jökulsson forseti Hróksins. Hann segir svo frá að Ittoqqortoormiit þýði þorp hinna stóru húsa.GrænlandsveikinLeiðangursmenn að þessu sinni eru Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, sem hefur farið í um 25 ferðir til að efla skák á Grænlandi og vináttu grannþjóðanna og Jón Birgir Einarsson, fastamaður í heimsóknum til Ittoqqortoormiit. Hrafn hugar hins vegar að næstu verkefnum Hróksins á Grænlandi, en í maí verður haldin skákhátíð í Nuuk, höfuðborg Grænlands, til minningar um Íslandsvininn Jonathan Motzfeldt, fyrsta forsætisráðherra Grænlands. En, hvernig stendur á þessum Grænlandsáhuga? „Sá sem einu sinni kemur til Grænlands verður aldrei samur á eftir. Það er talað um Grænlandsveiki, hún er reyndar mjög jákvæð veiki því Grænland er stórkostlegt land; ekki bara stærsta eyja í heimi, elsta land í heimi með ríka menningarhefð. Þarna býr stórkostlegt fólk sem við eigum mikla samleið með og við eigum að rækta tengslin og vináttuna á sem allra flestum sviðum. Skákin er dásamlegt verkfæri til þess.“Dagur vináttu landanna tveggja Hrafn segir Ittoqqortoormiit skipar sérstakan sess í hjörtum Hróksmanna eftir áralangt starf og þar eiga liðsmenn félagsins mörgum vinum að fagna. Á næstu dögum verður efnt til fjöltefla og skákmóta fyrir börn og fullorðna og á mánudag verður „Dagur vináttu Grænlands og Íslands“ haldinn hátíðlegur. Í þorpinu eru um 450 íbúar, og er búið að skapa ríka skákhefð í þessum fræga veiðimannabæ, þar sem ísbirnir eru iðulega á vappi. Hróksmenn fara klyfjaðir páskaeggjum, vinningum, verðlaunum og öðrum gjöfum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Meðal bakhjarla ferðarinnar eru Aurelia velgerðarsjóður, Norlandair, Bónus, Gekon, Nýherji, 66° Norður, Hafnarfjarðarhafnir, Zo-on og Ísspor.Öll börn fá páskaegg Hróksliðar munu heimsækja barnaheimili, sjúkrastofnun og dvalarheimili aldraðra, en höfuðstöðvar hátíðarinnar verða í grunnskóla bæjarins. Þar mun Róbert Lagerman skákmeistari og varaforseti Hróksins tefla fjöltefli á skírdag, og á föstudag verður páskaeggjamót þar sem öll börn í bænum fá páskaegg frá Bónus. Á laugardag er komið að Norlandair-mótinu fyrir börn og fullorðna og á mánudag verður ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands" haldinn. Hægt verður að fylgjast með leiðangrinum á Facebook-síðu Skákfélagsins Hróksins.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira