Lífið

Opnar sig eftir andlát Hoffmans

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Desperate Housewives-stjarnan Shawn Pyfrom skrifar opið bréf um fíkniefnaneyslu sína en andlát leikarans Philips Seymour Hoffmans var innblástur fyrir Shawn að gera hreint fyrir sínum dyrum.

„Ég hef hugsað hvað sé í húfi fyrir mig að deila þessu en mér er sama um það. Ég vil ekki leyfa mínum sjálfselskulegu þörfum að hindra það að ég gæti bjargað lífi annarrar manneskju,“ segir Shawn sem lék Andrew Van De Kamp í Desperate Housewives í átta ár.

„Sumir geta sagt að fíkniefni hafi skapað marga af eftirminnilegustu og mest skapandi listamönnum á þessari jörðu. Jimi Hendrix, Kurt Cobain...listinn er endalaus. En fíkniefni voru líka ástæða þess að þeir dóu fyrir aldur fram,“ skrifar Shawn sem segist frekar vilja lifa lífinu án eiturlyfja.

„Jafnvel ég gæti sagt að ég hefði ekki skapað það sem ég hef skapað án fíknarinnar. En ég hefði frekar viljað lifa þær stundir sem ég hef tapað og séð hvað hefði komið út úr þeim.“

Undir lokin, áður en Shawn ákvað að snúa við blaðinu, hafði neyslan áhrif á sambönd hans við bæði fjölskyldu og vinnufélaga. Hann hefur nú verið edrú í fimm mánuði.

„Ég eyddi tíma fólks sem var mér kært, sem vann ötullega að því að lyfta ferli mínum uppá hærra plan, því ég leyfði fíkninni að afvegaleiða mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.