Lífið

Spánarkonungur frekar ódýr

Ugla Egilsdóttir skrifar
Juan Carlos Spánarkonungur.
Juan Carlos Spánarkonungur. Mynd/Getty Images.
Spænska konungsfjölskyldan opnaði bókhald sitt á dögunum. Vaxandi gremja er í garð aðalborinna Spánverja. Ímynd þeirra hefur beðið hnekki, meðal annars vegna þess að Cristina Federica de Borbón y Grecia prinsessa liggur undir grun um skattsvik og peningaþvætti. 

Juan Carlos, konungur Spánverja, hefur brugðið á ýmis ráð til að bæta ímynd fjölskyldu sinnar, og nýjasta útspil hans var að opna bókhaldið. Stuðningsmenn spænsku konungsfjölskyldunnar hafa lengi haldið því fram að hún íþyngi ríkissjóði ekki eins mikið og aðrar konungsfjölskyldur í álfunni. Tölurnar í bókhaldinu renna stoðum undir það.



Kóngurinn fær um 22 milljónir frá spænska ríkinu í laun á ári talið í íslenskum krónum. Annar útlagður kostnaður vegna embættis konungs er tæpar 24 milljónir íslenskar.

Konungurinn þénar um sexfalt á við meðalverkamann á Spáni, en laun hans eru þó aðeins brotabrot af launum forstjóra fyrirtækja. 

Nánar má lesa um þetta í The Financial Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.