Íslendingar áttu Gautaborgarhátíðina 4. febrúar 2014 07:45 Þorbjörg Helga er stödd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson, var í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt myndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason. Meðal Íslendinga á hátíðinni var Þorbjörg Helga Dýrfjörð, aðalleikkonan í Málmhaus, en frammistaða hennar á hvíta tjaldinu vakti sérstaka athygli á hátíðinni. „Ég var í Gautaborg til að fylgja eftir myndinni. Bæði Málmhaus og Hross í oss voru í aðalkeppninni þannig að hér eru staddir aðstandendur beggja mynda sem og aðrir Íslendingar sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt,“ segir Þorbjörg. Hún segir Gautaborgarhátíðina hafa verið mjög skemmtilega en Ísland var í brennidepli á hátíðinni. „Hjaltalín hélt tónleika á miðvikudagskvöldið sem voru rosalega vel heppnaðir. Við Benni [innskot blaðamanns: Benedikt Erlingsson] fengum svo að stíga okkar fyrstu skref sem plötusnúðar og það var ekki leiðinlegt að sjá Svíana dilla sér við Pamelu í Dallas,“ segir Þorbjörg, létt í bragði. „Baltasar kom til að taka á móti heiðursverðlaunum og hélt svokallaðan „masterclass“ sem var mjög áhugaverður,“ bætir Þorbjörg við og segir Ara Eldjárn einnig hafa slegið í gegn sem kynnir á verðlaunaafhendingunni á lokakvöldinu. Málmhaus og Hross í oss voru sýndar þrisvar á hátíðinni, sem og aðrar íslenskar bíómyndir, bæði gamlar og nýjar. „Undirtektirnar voru mjög góðar og margir eru gáttaðir á því hvernig Íslendingar ná að framleiða svona mikið af góðum bíómyndum,“ segir Þorbjörg. Málmhaus er nú komin með dreifingaraðila í Svíþjóð. „Það er auðvitað mjög gott út af fyrir sig. Það var einmitt mikið rætt á hátíðinni hversu sorglega lítið væri um dreifingu mynda frá Norðurlöndum innan Norðurlandanna. Svíar eru mikil metal-þjóð og kunna að meta gott sósíaldrama þannig að ég er full tilhlökkunar að frumsýna myndina hérna úti í lok febrúar.“ Þorbjörg er tilnefnd til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í Málmhaus. „Það er mikill heiður að vera tilnefndur til Eddunnar og sérstaklega ánægjulegt af því að mér þykir svo vænt um þetta hlutverk. Það verður gaman að hitta Málmhaus-hópinn aftur og gleðjast saman á þessari uppskeruhátíð sjónvarps og kvikmyndagerðarfólks,“ segir Þorbjörg að lokum. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson, var í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt myndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason. Meðal Íslendinga á hátíðinni var Þorbjörg Helga Dýrfjörð, aðalleikkonan í Málmhaus, en frammistaða hennar á hvíta tjaldinu vakti sérstaka athygli á hátíðinni. „Ég var í Gautaborg til að fylgja eftir myndinni. Bæði Málmhaus og Hross í oss voru í aðalkeppninni þannig að hér eru staddir aðstandendur beggja mynda sem og aðrir Íslendingar sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt,“ segir Þorbjörg. Hún segir Gautaborgarhátíðina hafa verið mjög skemmtilega en Ísland var í brennidepli á hátíðinni. „Hjaltalín hélt tónleika á miðvikudagskvöldið sem voru rosalega vel heppnaðir. Við Benni [innskot blaðamanns: Benedikt Erlingsson] fengum svo að stíga okkar fyrstu skref sem plötusnúðar og það var ekki leiðinlegt að sjá Svíana dilla sér við Pamelu í Dallas,“ segir Þorbjörg, létt í bragði. „Baltasar kom til að taka á móti heiðursverðlaunum og hélt svokallaðan „masterclass“ sem var mjög áhugaverður,“ bætir Þorbjörg við og segir Ara Eldjárn einnig hafa slegið í gegn sem kynnir á verðlaunaafhendingunni á lokakvöldinu. Málmhaus og Hross í oss voru sýndar þrisvar á hátíðinni, sem og aðrar íslenskar bíómyndir, bæði gamlar og nýjar. „Undirtektirnar voru mjög góðar og margir eru gáttaðir á því hvernig Íslendingar ná að framleiða svona mikið af góðum bíómyndum,“ segir Þorbjörg. Málmhaus er nú komin með dreifingaraðila í Svíþjóð. „Það er auðvitað mjög gott út af fyrir sig. Það var einmitt mikið rætt á hátíðinni hversu sorglega lítið væri um dreifingu mynda frá Norðurlöndum innan Norðurlandanna. Svíar eru mikil metal-þjóð og kunna að meta gott sósíaldrama þannig að ég er full tilhlökkunar að frumsýna myndina hérna úti í lok febrúar.“ Þorbjörg er tilnefnd til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í Málmhaus. „Það er mikill heiður að vera tilnefndur til Eddunnar og sérstaklega ánægjulegt af því að mér þykir svo vænt um þetta hlutverk. Það verður gaman að hitta Málmhaus-hópinn aftur og gleðjast saman á þessari uppskeruhátíð sjónvarps og kvikmyndagerðarfólks,“ segir Þorbjörg að lokum.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein