Íslendingar áttu Gautaborgarhátíðina 4. febrúar 2014 07:45 Þorbjörg Helga er stödd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson, var í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt myndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason. Meðal Íslendinga á hátíðinni var Þorbjörg Helga Dýrfjörð, aðalleikkonan í Málmhaus, en frammistaða hennar á hvíta tjaldinu vakti sérstaka athygli á hátíðinni. „Ég var í Gautaborg til að fylgja eftir myndinni. Bæði Málmhaus og Hross í oss voru í aðalkeppninni þannig að hér eru staddir aðstandendur beggja mynda sem og aðrir Íslendingar sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt,“ segir Þorbjörg. Hún segir Gautaborgarhátíðina hafa verið mjög skemmtilega en Ísland var í brennidepli á hátíðinni. „Hjaltalín hélt tónleika á miðvikudagskvöldið sem voru rosalega vel heppnaðir. Við Benni [innskot blaðamanns: Benedikt Erlingsson] fengum svo að stíga okkar fyrstu skref sem plötusnúðar og það var ekki leiðinlegt að sjá Svíana dilla sér við Pamelu í Dallas,“ segir Þorbjörg, létt í bragði. „Baltasar kom til að taka á móti heiðursverðlaunum og hélt svokallaðan „masterclass“ sem var mjög áhugaverður,“ bætir Þorbjörg við og segir Ara Eldjárn einnig hafa slegið í gegn sem kynnir á verðlaunaafhendingunni á lokakvöldinu. Málmhaus og Hross í oss voru sýndar þrisvar á hátíðinni, sem og aðrar íslenskar bíómyndir, bæði gamlar og nýjar. „Undirtektirnar voru mjög góðar og margir eru gáttaðir á því hvernig Íslendingar ná að framleiða svona mikið af góðum bíómyndum,“ segir Þorbjörg. Málmhaus er nú komin með dreifingaraðila í Svíþjóð. „Það er auðvitað mjög gott út af fyrir sig. Það var einmitt mikið rætt á hátíðinni hversu sorglega lítið væri um dreifingu mynda frá Norðurlöndum innan Norðurlandanna. Svíar eru mikil metal-þjóð og kunna að meta gott sósíaldrama þannig að ég er full tilhlökkunar að frumsýna myndina hérna úti í lok febrúar.“ Þorbjörg er tilnefnd til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í Málmhaus. „Það er mikill heiður að vera tilnefndur til Eddunnar og sérstaklega ánægjulegt af því að mér þykir svo vænt um þetta hlutverk. Það verður gaman að hitta Málmhaus-hópinn aftur og gleðjast saman á þessari uppskeruhátíð sjónvarps og kvikmyndagerðarfólks,“ segir Þorbjörg að lokum. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson, var í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt myndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason. Meðal Íslendinga á hátíðinni var Þorbjörg Helga Dýrfjörð, aðalleikkonan í Málmhaus, en frammistaða hennar á hvíta tjaldinu vakti sérstaka athygli á hátíðinni. „Ég var í Gautaborg til að fylgja eftir myndinni. Bæði Málmhaus og Hross í oss voru í aðalkeppninni þannig að hér eru staddir aðstandendur beggja mynda sem og aðrir Íslendingar sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt,“ segir Þorbjörg. Hún segir Gautaborgarhátíðina hafa verið mjög skemmtilega en Ísland var í brennidepli á hátíðinni. „Hjaltalín hélt tónleika á miðvikudagskvöldið sem voru rosalega vel heppnaðir. Við Benni [innskot blaðamanns: Benedikt Erlingsson] fengum svo að stíga okkar fyrstu skref sem plötusnúðar og það var ekki leiðinlegt að sjá Svíana dilla sér við Pamelu í Dallas,“ segir Þorbjörg, létt í bragði. „Baltasar kom til að taka á móti heiðursverðlaunum og hélt svokallaðan „masterclass“ sem var mjög áhugaverður,“ bætir Þorbjörg við og segir Ara Eldjárn einnig hafa slegið í gegn sem kynnir á verðlaunaafhendingunni á lokakvöldinu. Málmhaus og Hross í oss voru sýndar þrisvar á hátíðinni, sem og aðrar íslenskar bíómyndir, bæði gamlar og nýjar. „Undirtektirnar voru mjög góðar og margir eru gáttaðir á því hvernig Íslendingar ná að framleiða svona mikið af góðum bíómyndum,“ segir Þorbjörg. Málmhaus er nú komin með dreifingaraðila í Svíþjóð. „Það er auðvitað mjög gott út af fyrir sig. Það var einmitt mikið rætt á hátíðinni hversu sorglega lítið væri um dreifingu mynda frá Norðurlöndum innan Norðurlandanna. Svíar eru mikil metal-þjóð og kunna að meta gott sósíaldrama þannig að ég er full tilhlökkunar að frumsýna myndina hérna úti í lok febrúar.“ Þorbjörg er tilnefnd til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í Málmhaus. „Það er mikill heiður að vera tilnefndur til Eddunnar og sérstaklega ánægjulegt af því að mér þykir svo vænt um þetta hlutverk. Það verður gaman að hitta Málmhaus-hópinn aftur og gleðjast saman á þessari uppskeruhátíð sjónvarps og kvikmyndagerðarfólks,“ segir Þorbjörg að lokum.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira