Lífið

Rocky-söngleikurinn hættir

Ákveðið hefur verið að hætta sýningum á Rocky-söngleiknum á Broadway eftir einungis fimm mánuði en sýningin skilaði afar litlu í kassann og fékk heldur dræma dóma.

Sýningin byggði á fyrstu myndinni um Rocky sem leikinn var af Sylvester Stallone en Stallone sjálfur kvaðst afar spenntur fyrir söngleiknum en töluverðar vonir voru bundnar við verkið. Síðasta sýningin verður hinn 17. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.