Íslenskir skólamenn ryðja nýja braut í Bandaríkjunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Davíð Ingi Magnússon og Sigvaldi Fannar Jónsson, framkvæmdastjórar Nóbel-námsbúða, flytja til Bandaríkjanna í júní. Fréttablaðið/Daníel „Við höfum hafið undirbúning að því að stofna Nobel Academy í Los Angeles í Kaliforníu,“ segir Davíð Ingi Magnússon, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða. Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel námsbúða, flutti í ágúst síðastliðnum til Los Angeles og munu Davíð Ingi og Sigvaldi Fannar Jónsson, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða, einnig flytjast búferlum í júní næstkomandi. „Við áætlum að fyrstu námskeiðin munu líta dagsins ljós í Los Angeles haustið 2015. Okkar markmið er að aðstoða milljón nemendur fyrir lokapróf á innan við fimm árum um allan heim,“ segir Davíð Ingi. Ástæðan fyrir því að velja Kaliforníu segja þeir vera þá að þar sé að finna um fimmtíu skóla sem séu jafnfjölmennir eða fjölmennari en fjölmennasti háskólinn hér á landi, Háskóli Íslands. „Það má segja að við séum brautryðjendur á þessu sviði í Bandaríkjunum. Þar er að finna svokallaða study groups en enga formlega umgjörð,“ segir Davíð Ingi. Nóbel-menn hafa talað við aðila sem hafa búið úti og stofnað fyrirtæki til að afla sér þekkingar fyrir brottför. Í dag segja þeir Nóbel námsbúðir vera með 120 námskeið í tólf framhaldsskólum og þremur háskólum. „Nemendafjöldi okkar er kominn í fjögur þúsund nemendur á ári og erum við því, samkvæmt Hagstofunni, þriðja stærsta menntastofnun á Íslandi, á eftir Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík,“ segir Davíð Ingi. Í Bandaríkjunum ætla þeir félagar að einblína á háskóla og framhaldsskóla. „Námskeiðin munu fara fram þar sem hagstæðast er að leigja stofur. Á Íslandi höfum við til dæmis verið í Ísaksskóla, Kvennó, MK og í háskólunum. Við viljum halda verðinu niðri og markmið okkar er að allir hafi kost á því að læra,“ útskýrir Davíð Ingi. Mikið er lagt upp úr því að gera kennsluna þægilega. „MR-ingur kennir til dæmis aldrei nemanda úr Verzló. MR-ingur úr tilteknu námskeiði kennir MR-ingi sem er í sama námskeiði. Þetta er hugmyndafræði sem við víkjum ekki frá. Við finnum námskeið sem eru fjölmenn og erfið og í samstarfi við nemendafélög. Síðan finnum við nemanda sem hefur nýlokið námskeiðinu og staðið sig framúrskarandi vel og hefur þá mannlegu þætti sem til þarf. Sá fer í Nóbelskólann þar sem hann lærir aðferðir við að kenna flókið efni á einfaldan hátt,“ útskýrir Davíð Ingi. Þá stefna Nóbel námsbúðirnar einnig til Skandinavíu á næstunni. „Helgi Þorsteinsson og Sólrún Sigvaldadóttir munu taka við stjórnartaumunum hér á landi þegar við flytjum út í júní,“ bætir Davíð Ingi við.Mikil aukning milli ára2.100 manns hafa sótt námskeið hjá Nóbel á þessari haustönn en talið er að um 2.300 manns muni hafa notfært sér námsbúðirnar þegar önnin er á enda.Á haustönn í fyrra sóttu 1.400 manns námskeið hjá Nóbel.Nóbel býður upp á námskeið úr fögum í tólf framhaldsskólum hér á landi og úr HÍ, HA og HR.Nóbel hefur sett sér markmið um að kenna milljón nemendum á fimm árum. Reiknað er með að um 6.000 nemendur muni hafa sótt námskeið hjá Nóbel þegar þessi önn er á enda, en fyrirtækið var stofnað árið 2010.Nóbel er þriðja stærsta menntastofnun landsins, samkvæmt Hagstofu Íslands. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Við höfum hafið undirbúning að því að stofna Nobel Academy í Los Angeles í Kaliforníu,“ segir Davíð Ingi Magnússon, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða. Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel námsbúða, flutti í ágúst síðastliðnum til Los Angeles og munu Davíð Ingi og Sigvaldi Fannar Jónsson, annar framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða, einnig flytjast búferlum í júní næstkomandi. „Við áætlum að fyrstu námskeiðin munu líta dagsins ljós í Los Angeles haustið 2015. Okkar markmið er að aðstoða milljón nemendur fyrir lokapróf á innan við fimm árum um allan heim,“ segir Davíð Ingi. Ástæðan fyrir því að velja Kaliforníu segja þeir vera þá að þar sé að finna um fimmtíu skóla sem séu jafnfjölmennir eða fjölmennari en fjölmennasti háskólinn hér á landi, Háskóli Íslands. „Það má segja að við séum brautryðjendur á þessu sviði í Bandaríkjunum. Þar er að finna svokallaða study groups en enga formlega umgjörð,“ segir Davíð Ingi. Nóbel-menn hafa talað við aðila sem hafa búið úti og stofnað fyrirtæki til að afla sér þekkingar fyrir brottför. Í dag segja þeir Nóbel námsbúðir vera með 120 námskeið í tólf framhaldsskólum og þremur háskólum. „Nemendafjöldi okkar er kominn í fjögur þúsund nemendur á ári og erum við því, samkvæmt Hagstofunni, þriðja stærsta menntastofnun á Íslandi, á eftir Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík,“ segir Davíð Ingi. Í Bandaríkjunum ætla þeir félagar að einblína á háskóla og framhaldsskóla. „Námskeiðin munu fara fram þar sem hagstæðast er að leigja stofur. Á Íslandi höfum við til dæmis verið í Ísaksskóla, Kvennó, MK og í háskólunum. Við viljum halda verðinu niðri og markmið okkar er að allir hafi kost á því að læra,“ útskýrir Davíð Ingi. Mikið er lagt upp úr því að gera kennsluna þægilega. „MR-ingur kennir til dæmis aldrei nemanda úr Verzló. MR-ingur úr tilteknu námskeiði kennir MR-ingi sem er í sama námskeiði. Þetta er hugmyndafræði sem við víkjum ekki frá. Við finnum námskeið sem eru fjölmenn og erfið og í samstarfi við nemendafélög. Síðan finnum við nemanda sem hefur nýlokið námskeiðinu og staðið sig framúrskarandi vel og hefur þá mannlegu þætti sem til þarf. Sá fer í Nóbelskólann þar sem hann lærir aðferðir við að kenna flókið efni á einfaldan hátt,“ útskýrir Davíð Ingi. Þá stefna Nóbel námsbúðirnar einnig til Skandinavíu á næstunni. „Helgi Þorsteinsson og Sólrún Sigvaldadóttir munu taka við stjórnartaumunum hér á landi þegar við flytjum út í júní,“ bætir Davíð Ingi við.Mikil aukning milli ára2.100 manns hafa sótt námskeið hjá Nóbel á þessari haustönn en talið er að um 2.300 manns muni hafa notfært sér námsbúðirnar þegar önnin er á enda.Á haustönn í fyrra sóttu 1.400 manns námskeið hjá Nóbel.Nóbel býður upp á námskeið úr fögum í tólf framhaldsskólum hér á landi og úr HÍ, HA og HR.Nóbel hefur sett sér markmið um að kenna milljón nemendum á fimm árum. Reiknað er með að um 6.000 nemendur muni hafa sótt námskeið hjá Nóbel þegar þessi önn er á enda, en fyrirtækið var stofnað árið 2010.Nóbel er þriðja stærsta menntastofnun landsins, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira