Lífið

Fyrsta tíst CIA vekur athygli

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá höfuðstöðvum CIA.
Frá höfuðstöðvum CIA. Vísir/AFP
Bandaríska leyniþjónustan (CIA) hefur stofnað aðgang á samskiptavefnum Twitter. Fyrsta tíst njósnaranna vakti nokkra kátínu, meira að segja hjá þeim sem kunna ekki að meta störf stofnunarinnar. Það var svohljóðandi:

Grunur lék á því í heimi netverja að um grínaðgang væri að ræða en það hefur nú fengist staðfest að hér er hin eina sanna Bandaríska leyniþjónusta á ferð. Viðbrögðin við tístinu létu ekki á sér standa. Meðal þeirra sem svöruðu stofnuninni voru uppljóstrararnir í Wikileaks og Bandaríska alríkislögreglan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.