Ólympíumeistarinn sem missti allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2014 06:15 Þjóðhetja í heimalandinu. Yuzuru Hanyu sést hér með gullverðlaunin sem hann hlaut í Sotsjí. Mynd/AFP Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti