Lífið

Kjaftstopp á blaðamannafundi Samsung

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bay reyndi eins og hann gat að halda andliti en gafst að lokum upp.
Bay reyndi eins og hann gat að halda andliti en gafst að lokum upp.
Kvikmyndaleikstjórinn Michael Bay, sem þekktur er meðal annars fyrir kvikmyndirnar Pain and Gain, Armageddon og Transformers-þríleikinn, komst í hann krappan á blaðamannafundi Samsung í gær þegar hann steig á svið til að lofsama nýtt sjónvarp frá tækniframleiðandanum.

Textavélin bilaði og reyndi leikstjórinn að spila af fingrum fram um stund, en allt kom fyrir ekki og á endanum varð hann kjaftstopp. Hann sá sér því ekki annan kost en að yfirgefa sviðið.

Þetta vandræðalega atvik náðist að sjálfsögðu á myndband og það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.