„Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað.
Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum.
Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“
Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“
Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.

Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“