Lífið

Flutti Íslendingasögu um Fjölni Þorgeirsson

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Stórleikarinn Hilmir Snær Guðnason skemmti með Helga Björns og reiðmönnum vindanna á tónleikum í Hörpu á mánudagskvöldið.

Hilmir lét sér ekki nægja að taka lagið með Helga, leikaranum Jóhanni Sigurðarsyni og spéfuglinum Erni Árnasyni.

Hann ákvað að fara með nútímalega Íslendingasögu um þrekvirki Fjölnis Þorgeirssonar þegar hann bjargaði hrossunum úr Reykjavíkurtjörn fyrir fimm árum.

Hilmir fór vægast sagt á kostum og ætlaði þakið af Eldborgarsal Hörpu, slík voru hlátrasköllin meðan á flutningnum stóð. Þegar Hilmir lauk flutningi sínum var kveikt á ljósunum í Salnum og auglýst eftir Fjölni. Stóð þá Fjölnir upp og hnyklaði vöðvana sem kórónaði þessa bráðfyndnu Íslendingasögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.