Formaður flugvallarstarfsmanna gagnrýnir yfirstjórnina fyrir hörku Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir fráleitt að Isavia sé rekið eins og hvert annað markaðsfyrirtæki. Fréttablaðið/Daníel „Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
„Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira