Helgi Seljan hefur sigur gegn kerfinu Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2014 12:00 Fjölskyldan fagnar sigri og Indíana Karítas Seljan Helgadóttir með sigurmerki á lofti að hætti Churchills. Úr einkasafni Helgi Seljan sjónvarpsmaður hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í baráttu við kerfið. Sú barátta snýr að því að rétt sé farið með nafn eldri dóttur hans í Þjóðskrá. Í gær kom loks fram úrskurður og Helgi fagnar heilum sigri í málinu. „Barnið heitir í höfuðið á ömmum sínum báðum: Indíana Karítas Seljan Helgadóttir. Í sjálfu sér var það engum vandkvæmum bundið, öll nöfnin eru lögleg og hún má heita þetta mörgum nöfnum. Nema, Þjóðskrá áskilur sér rétt til að stytta nöfn. Það mega ekki vera fleiri en 31 stafabil þannig að þeir tóku að sér að breyta nafninu, eða eitt yrði að stytta. Annað hvort Karítas eða Seljan. Indíana K. Seljan Helgadóttir.“Takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að vaska upp Helgi vildi ekki una þessu og hafði tímann fyrir sér. Hann var í fæðingarorlofi þegar þetta kom upp. „Misskilningurinn er sá að maður sé til einhvers annars en vera stuðningur og í heimilisverkum í fæðingarorlofi. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að vaska upp í heimili þar sem búa tveir fullorðnir og einn hvítvoðungur,“ segir Helgi sem tók að grafast fyrir um málið. Helgi segir að súrrealískt sé að til sé eitthvað sem flokkast sem ólögleg nöfn, en hann þurfti sem betur fer ekki að eiga við það. „En, hún mátti eiga von á því að vera í opinberum gögnum skammstöfuð, í gegnum allt skólakerfið og allt það. Ég mundi eftir því að hafa heyrt af slíku málið áður. Ákvað að kanna þetta og það var til einhver lagaheimild að þjóðskrá mætti með reglugerð stytta nöfn, reglugerðin hafði hins vegar aldrei verið sett. Sem er algengt í íslenskri stjórnsýslu.“Innanríkisráðuneytið þverskallast við Ekki var annað að sjá en þetta væri ólöglegt þannig að Helgi vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis. „Ég held að barnið hafi verið hátt í þriggja ára þegar kom úrskurður frá honum, það hafði dregist vegna þess að innanríkisráðuneytið hafði þverskallast við að svara fyrirspurnum umboðsmanns um efnið. Umboðsmaður komst hins vegar að því að það var engin lagaheimild til staðar og þess vegna þyrfti Þjóðskrá að uppfæra þetta tölvukerfi sitt.“ Seljan-fjölskyldan fagnar nú sigri. Helgi (aka Georg Helgi Seljan Jóhannsson Ingunnarson Katrínar eins og hann er að spá í að láta breyta nafni sínu í) , kona hans Katrín Rut Bessadóttir, Indíana Karítas Seljan Helgadóttir og Ylfa Matthildur Seljan Helgadóttir. „Já, nú hefur þetta loksins tekist. Og það er bara skemmtilegt. Auðvitað hefði þetta mátt gerast miklu fyrr. Þetta er ekki stærsta mál í heimi, þetta er ekkert á pari við skuldauppgjöf og eða loftslagsbreytingar. En, þetta er þó hægt að strika þennan núans af listanum í stjórnkerfinu,“ segir Helgi: „Ég lít ekki á mig sem neina Rósu Parks. En, þetta er skemmtilegt.“ Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Helgi Seljan sjónvarpsmaður hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í baráttu við kerfið. Sú barátta snýr að því að rétt sé farið með nafn eldri dóttur hans í Þjóðskrá. Í gær kom loks fram úrskurður og Helgi fagnar heilum sigri í málinu. „Barnið heitir í höfuðið á ömmum sínum báðum: Indíana Karítas Seljan Helgadóttir. Í sjálfu sér var það engum vandkvæmum bundið, öll nöfnin eru lögleg og hún má heita þetta mörgum nöfnum. Nema, Þjóðskrá áskilur sér rétt til að stytta nöfn. Það mega ekki vera fleiri en 31 stafabil þannig að þeir tóku að sér að breyta nafninu, eða eitt yrði að stytta. Annað hvort Karítas eða Seljan. Indíana K. Seljan Helgadóttir.“Takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að vaska upp Helgi vildi ekki una þessu og hafði tímann fyrir sér. Hann var í fæðingarorlofi þegar þetta kom upp. „Misskilningurinn er sá að maður sé til einhvers annars en vera stuðningur og í heimilisverkum í fæðingarorlofi. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að vaska upp í heimili þar sem búa tveir fullorðnir og einn hvítvoðungur,“ segir Helgi sem tók að grafast fyrir um málið. Helgi segir að súrrealískt sé að til sé eitthvað sem flokkast sem ólögleg nöfn, en hann þurfti sem betur fer ekki að eiga við það. „En, hún mátti eiga von á því að vera í opinberum gögnum skammstöfuð, í gegnum allt skólakerfið og allt það. Ég mundi eftir því að hafa heyrt af slíku málið áður. Ákvað að kanna þetta og það var til einhver lagaheimild að þjóðskrá mætti með reglugerð stytta nöfn, reglugerðin hafði hins vegar aldrei verið sett. Sem er algengt í íslenskri stjórnsýslu.“Innanríkisráðuneytið þverskallast við Ekki var annað að sjá en þetta væri ólöglegt þannig að Helgi vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis. „Ég held að barnið hafi verið hátt í þriggja ára þegar kom úrskurður frá honum, það hafði dregist vegna þess að innanríkisráðuneytið hafði þverskallast við að svara fyrirspurnum umboðsmanns um efnið. Umboðsmaður komst hins vegar að því að það var engin lagaheimild til staðar og þess vegna þyrfti Þjóðskrá að uppfæra þetta tölvukerfi sitt.“ Seljan-fjölskyldan fagnar nú sigri. Helgi (aka Georg Helgi Seljan Jóhannsson Ingunnarson Katrínar eins og hann er að spá í að láta breyta nafni sínu í) , kona hans Katrín Rut Bessadóttir, Indíana Karítas Seljan Helgadóttir og Ylfa Matthildur Seljan Helgadóttir. „Já, nú hefur þetta loksins tekist. Og það er bara skemmtilegt. Auðvitað hefði þetta mátt gerast miklu fyrr. Þetta er ekki stærsta mál í heimi, þetta er ekkert á pari við skuldauppgjöf og eða loftslagsbreytingar. En, þetta er þó hægt að strika þennan núans af listanum í stjórnkerfinu,“ segir Helgi: „Ég lít ekki á mig sem neina Rósu Parks. En, þetta er skemmtilegt.“
Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira