"Fjölskyldan mín er náttúrulega að fara á límingunum“ Ellý Ármanns skrifar 28. maí 2014 15:30 Tónlistarkonan Una Stef gaf nýverið út sína fyrstu plötu sem ber heitið Songbook og inniheldur tíu frumsamin lög. Lagið Mama Funk er komið í spilun, en hlusta má á lagið hér neðst í grein. Viðtökurnar magnaðar „Það var yndislegt að fá plötuna loksins í hendurnar, þetta var augnablik sem mig hefur lengi dreymt um,“ segir Una sem hafði ímyndað sér allt það versta og var að vonum hæstánægð þegar platan komst heilu og höldnu til landsins. „Ég var búin að ímynda mér að hún myndi gleymast í einhverjum kassa á flugvellinum eða eitthvað svoleiðis, það hlyti að verða eitthvað drama úr þessu. Viðtökur við plötunni hafa verið magnaðar. Ég er búin að fá fullt af fallegum skilaboðum frá ýmsum áttum og fengið alveg gígantískan stóran skammt af ást og fögrum orðum. Mér þykir svo ótrúlega vænt um allt þetta. Fjölskyldan mín er náttúrulega að fara á límingunum, þeim þykir þetta svo magnað allt saman en þau eru að sjálfsögðu ekki hlutlaus,“ segir hún. Í sumar mun Una fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um landið auk þess sem hún kemur reglulega fram á höfuðborgarsvæðinu. „Á dagskránni eru nokkrir tónleikar með stórum nöfnum og alls kyns spennandi sem ég hlakka til að segja frá síðar.“Fer í gegnum tilfinningaskalannUna, sem hefur gjarnan verið kölluð hin íslenska Alicia Keys, segist vera annað og meira. Hún segir plötuna ljúfa en stuðlög leynast vissulega inn á milli. „Ég fer í gegnum allan tilfinningaskalann, tónlistin er poppuð með sálarfullum, R&B áhrifum.“ „Ég held líka að platan beri svolítið keim af því hvað það er að vera kona í dag. Mér finnst eins og konur í dag þurfi að vera svo ótrúlega mikilfenglegar og magnaðar. Helst ættum við að vinna baki brotnu á atvinnumarkaðinum, vera forstjórar og yfirmenn auk þess að vera mæður og óaðfinnanlegar húsfreyjur. Svo þyrftum við helst að vera gullfallegar í toppformi á sama tíma,“ segir Una.Semur tónlist frá hjartanu „Ég sem tónlist frá hjartanum og sem kona er þetta óneitanlega hlutur af mínu sálarlífi og þar verður þetta hluti af tónlistinni minni. Sem dæmi fjallar lagið Mama Funk um hina fullkomnu konu. Beyoncé var fyrirmyndin að þessu lagi enda er hún mikið ofurkvendi. Stundum fatta ég ekki hvernig hún fer að því að gera allt sem hún gerir. Mama Funk er kona sem allar konur vilja vera og allir menn girnast. Hún er falleg, klár, dugleg og búin að sigra heiminn. Þetta eru svo óeðlilegar væntingar og vonir fyrir eina manneskju - en þetta gerði skemmtilegt lag,“ segir Una glöð í bragði áður en kvatt er. Hlustaði á lagið Mama Funk hér: Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Tónlistarkonan Una Stef gaf nýverið út sína fyrstu plötu sem ber heitið Songbook og inniheldur tíu frumsamin lög. Lagið Mama Funk er komið í spilun, en hlusta má á lagið hér neðst í grein. Viðtökurnar magnaðar „Það var yndislegt að fá plötuna loksins í hendurnar, þetta var augnablik sem mig hefur lengi dreymt um,“ segir Una sem hafði ímyndað sér allt það versta og var að vonum hæstánægð þegar platan komst heilu og höldnu til landsins. „Ég var búin að ímynda mér að hún myndi gleymast í einhverjum kassa á flugvellinum eða eitthvað svoleiðis, það hlyti að verða eitthvað drama úr þessu. Viðtökur við plötunni hafa verið magnaðar. Ég er búin að fá fullt af fallegum skilaboðum frá ýmsum áttum og fengið alveg gígantískan stóran skammt af ást og fögrum orðum. Mér þykir svo ótrúlega vænt um allt þetta. Fjölskyldan mín er náttúrulega að fara á límingunum, þeim þykir þetta svo magnað allt saman en þau eru að sjálfsögðu ekki hlutlaus,“ segir hún. Í sumar mun Una fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um landið auk þess sem hún kemur reglulega fram á höfuðborgarsvæðinu. „Á dagskránni eru nokkrir tónleikar með stórum nöfnum og alls kyns spennandi sem ég hlakka til að segja frá síðar.“Fer í gegnum tilfinningaskalannUna, sem hefur gjarnan verið kölluð hin íslenska Alicia Keys, segist vera annað og meira. Hún segir plötuna ljúfa en stuðlög leynast vissulega inn á milli. „Ég fer í gegnum allan tilfinningaskalann, tónlistin er poppuð með sálarfullum, R&B áhrifum.“ „Ég held líka að platan beri svolítið keim af því hvað það er að vera kona í dag. Mér finnst eins og konur í dag þurfi að vera svo ótrúlega mikilfenglegar og magnaðar. Helst ættum við að vinna baki brotnu á atvinnumarkaðinum, vera forstjórar og yfirmenn auk þess að vera mæður og óaðfinnanlegar húsfreyjur. Svo þyrftum við helst að vera gullfallegar í toppformi á sama tíma,“ segir Una.Semur tónlist frá hjartanu „Ég sem tónlist frá hjartanum og sem kona er þetta óneitanlega hlutur af mínu sálarlífi og þar verður þetta hluti af tónlistinni minni. Sem dæmi fjallar lagið Mama Funk um hina fullkomnu konu. Beyoncé var fyrirmyndin að þessu lagi enda er hún mikið ofurkvendi. Stundum fatta ég ekki hvernig hún fer að því að gera allt sem hún gerir. Mama Funk er kona sem allar konur vilja vera og allir menn girnast. Hún er falleg, klár, dugleg og búin að sigra heiminn. Þetta eru svo óeðlilegar væntingar og vonir fyrir eina manneskju - en þetta gerði skemmtilegt lag,“ segir Una glöð í bragði áður en kvatt er. Hlustaði á lagið Mama Funk hér:
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira