Lífið

"AUÐVITAÐ sagði ég JÁ!!!“

Ellý Ármanns skrifar
myndir/einkasafn Hönnu og NIkita
Dansarinn  Hanna Rún Óladóttir fór í dagsferð með dansfélaga sínum Nikita Bazev að skoða Gullfoss og Geysi í gær og viti menn unnusti hennar gerði sér lítið fyrir, skellti sér á skeljarnar og bað um hönd hennar.

Hanna Rún, sem á von á sínu fyrsta barni með Nikita,  tilkynnti gleðifréttirnar á Facebook með meðfylgjandi mynd af honum á hnjánum með demantshringinn og bros á vör.


Umrædd mynd sem Nikita bað Hönnu Rún að taka af sér.
Eftirfarandi skrifaði Hanna Rún: 

„Ég og Nikita fórum að skoða Gullfoss og Geysi í dag. Það var æðislegt á Geysi en þegar við komum að Gullfoss bað Nikita mig að taka mynd af sér með Gullfoss i bakrunn. Ég horfði á skjáinn á símanum og fékk kipp í hjartað þegar ég sá allt í einu Nikita á hnjánum með öskju fyrir framann sig með demantshring. Ég ýtti á taka mynd takkann án þess að fatta það og á því mynd af BESTA augnabliki og degi lífs míns.  AUÐVITAÐ sagði ég JÁ!!!“ 

„En það tók mig að vísu soldinn tíma vegna þess að ég grét eins og ég veit ekki hvað því þarna var ég að horfa á draumaprinsinn minn sem ég elska af ÖLLU mínu hjarta biðja mín og ég var ekki að trúa þessu.  Þetta var FULLKOMIÐ móment. Demantur er kominn á puttann og ég svíf um á bleiku skýi og er ánægðasta og heppnasta stelpa í HEIMI.  ÉG ELSKA ÞIG ELSKU NIKITA MINN!!! Gleðilegt Sumar!!!“

Hanna Rún á von á dreng í sumar.
Hanna Rún og Nikita eru trúlofuð. Lífið leikur við þetta hæfileikaríka danspar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.