Lífið

Taktu eftir Karbon!

Marín Manda skrifar
Flottur leðurjakki fyrir herrana.
Flottur leðurjakki fyrir herrana.
Vorlína Karbon eftir Bóas Kristjánsson var sýnd í París í kringum tískuvikuna og var seld í 12 verslanir víðs vegar um heiminn. Nafnið á línunni, Karbon, er vísun í aðalbyggingarefni alls lífs og notast Bóas við spennandi vistvæn hráefni í nýju línunni sem dýpri tengingu við náttúruna. Hráefnið sem notað er í boli og klúta er unnið úr lífrænni mjólk.

„Þetta er unnið úr ákveðnum próteinum sem eru í raun það sama og notað er í mjólkurhristing. Ég er einnig með skyrtur úr vistvænum efnum. Svo er íslenskt kálfaleður í jökkum og lambaleður, laxaroð og kálfaleður í vestunum,“ segir Bóas Kristjánsson aðspurður um nýju línuna.

Fylgstu nánar með Karbon línunni á boaskristjanson.com eða Facebook/boaskristjanson.

Vorlínan fékk góðar viðtökur er hún var sýnd í París í kringum tískuvikuna í byrjun árs og seld til tólf verslana víðs vegar um heiminn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.