Lífið

Ég hef engan sérstakan áhuga á íþróttum

Marín Manda skrifar
Sara Pétursdóttir er 17 ára söngkona og hársnyrtinemi í Tækniskólanum. Hún sigraði Söngvakeppni Framhaldskólanna fyrir skömmu með laginu To make you feel my love. Lífið spurði hana spjörunum úr.



Þegar ég var ung þá…var ég með stórt frekjuskarð.

En núna…er ég með spangir sem fara virkilega í taugarnar á mér.

Ég mun eflaust aldrei skilja…hvað er svona skemmtilegt að horfa á fótbolta, ég bara gjörsamlega næ því ekki.

Ég hef ekki sérstakan áhuga á…íþróttum, fyrir utan ballett.

Karlmenn eru…misjafnir.

Ég hef lært að maður á alls ekki að…horfa á hryllingsmyndir.

Ég fæ samviskubit þegar…ég fer of seint að sofa og vakna seint og missi af strætó og kem of seint í skólann.

Ég slekk á sjónvarpinu þegar…Bachelor byrjar.

Um þessar mundir er ég mjög upptekin af…því að svara spurningum blaðamanna.

Ég vildi óska þess að fleiri vissu af…því hvað það er hressandi að fara í göngutúr úti í náttúrunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.