Skortur á þráðlausu neti í leikskólum hamlar námi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 25. apríl 2014 08:00 Með spjaldtölvu. Breskir kennarar segja fjögurra ára börn skorta hreyfifærni til að byggja með kubbum vegna mikillar spjaldtölvunotkunar. Engar líkur á slíku hér, segir varaformaður Félags leikskólakennara. Fréttablaðið/Stefán Leikskólakennarar í Kópavogi og mörgum öðrum sveitarfélögum geta ekki notað efni Námsgagnastofnunar fyrir spjaldtölvur vegna þess að ekkert þráðlaust net er í leikskólunum. Þetta segir Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara og sérkennslustjóri, sem kennt hefur leikskólakennurum að nota spjaldtölvur. „Við hér í Kópavogi erum enn aftur í fornöld. Þetta er mjög bagalegt því að Námsgagnastofnun er með fínan krakkavef með íslensku efni sem hún hefur verið að endurbæta og laga svo hægt sé að nota hann í ipad,“ segir Fjóla. Á vef Kópavogsbæjar í desember síðastliðnum segir að átján leikskólar hafi fengið afhentar spjaldtölvur. Stefnt sé að því að setja upp öruggt þráðlaust net í öllum leikskólunum á þessu ári. „Bæjarfélagið lét hvern leikskóla fá eina spjaldtölvu og hafa þær verið mikið notaðar við sérkennslu með góðum árangri. Rannsóknir í Danmörku, Skotlandi og Svíþjóð hafa leitt í ljós að börnum fer mikið fram í tungumálakunnáttu í slíkri sérkennslu. Það er einnig mín reynsla.“Fjóla ÞorvaldsdóttirÁ árlegu þingi breskra kennara í samtökunum Association of Teachers and Lecturers vöruðu nokkrir kennarar við spjaldtölvunotkun ungra barna. Fram kom á þinginu að fjögurra börn væru fær í að renna fingrum eftir skjám á spjaldtölvum en þau skorti hins vegar hreyfifærni til að byggja með kubbum. Fjóla telur engar líkur á slíkt komi fyrir íslensk börn. „Leikurinn er námsleið barna á Íslandi og leikskólakennarar eru mjög meðvitaðir um það. Víða í Evrópu eru fjögurra ára börn farin að sitja við borð í akademísku námi. Hér eru þau við leik. Það er þeirra námsleið. Skólakerfið á Íslandi er allt öðruvísi uppbyggt og miklu betra.“ Hún kveðst hvetja leikskólakennara til að nota spjaldtölvur í skapandi starfi með börnum. „Ég bendi þeim líka á að ná sér í smáforrit sem hægt er að þýða. Mér finnst skipta máli að börnin læri á íslensku. Það eru til flott forrit sem auðvelda alla vinnu í skapandi starfi.“ Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Leikskólakennarar í Kópavogi og mörgum öðrum sveitarfélögum geta ekki notað efni Námsgagnastofnunar fyrir spjaldtölvur vegna þess að ekkert þráðlaust net er í leikskólunum. Þetta segir Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara og sérkennslustjóri, sem kennt hefur leikskólakennurum að nota spjaldtölvur. „Við hér í Kópavogi erum enn aftur í fornöld. Þetta er mjög bagalegt því að Námsgagnastofnun er með fínan krakkavef með íslensku efni sem hún hefur verið að endurbæta og laga svo hægt sé að nota hann í ipad,“ segir Fjóla. Á vef Kópavogsbæjar í desember síðastliðnum segir að átján leikskólar hafi fengið afhentar spjaldtölvur. Stefnt sé að því að setja upp öruggt þráðlaust net í öllum leikskólunum á þessu ári. „Bæjarfélagið lét hvern leikskóla fá eina spjaldtölvu og hafa þær verið mikið notaðar við sérkennslu með góðum árangri. Rannsóknir í Danmörku, Skotlandi og Svíþjóð hafa leitt í ljós að börnum fer mikið fram í tungumálakunnáttu í slíkri sérkennslu. Það er einnig mín reynsla.“Fjóla ÞorvaldsdóttirÁ árlegu þingi breskra kennara í samtökunum Association of Teachers and Lecturers vöruðu nokkrir kennarar við spjaldtölvunotkun ungra barna. Fram kom á þinginu að fjögurra börn væru fær í að renna fingrum eftir skjám á spjaldtölvum en þau skorti hins vegar hreyfifærni til að byggja með kubbum. Fjóla telur engar líkur á slíkt komi fyrir íslensk börn. „Leikurinn er námsleið barna á Íslandi og leikskólakennarar eru mjög meðvitaðir um það. Víða í Evrópu eru fjögurra ára börn farin að sitja við borð í akademísku námi. Hér eru þau við leik. Það er þeirra námsleið. Skólakerfið á Íslandi er allt öðruvísi uppbyggt og miklu betra.“ Hún kveðst hvetja leikskólakennara til að nota spjaldtölvur í skapandi starfi með börnum. „Ég bendi þeim líka á að ná sér í smáforrit sem hægt er að þýða. Mér finnst skipta máli að börnin læri á íslensku. Það eru til flott forrit sem auðvelda alla vinnu í skapandi starfi.“
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira