Innlent

Mín skoðun kl. 13:00: Árni Páll gestur Mikaels í dag

Árni Páll Árnason, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, verður gestur Mikaels Torfasonar í Minni skoðun í dag. Má búast við því að skuldalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar beri á góma ásamt fleiri pólítískum spennumálum.

Þá fær Mikael til sín þau Svandísi Svavarsdóttur, Vilhjálm Bjarnason og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í panelinn og munu þau fara saman yfir helstu mál vikunnar.

Mín skoðun er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan eitt en einnig má fylgjast með þættinum hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×