Búllan sterk í London Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. október 2014 13:30 Siggi gæðir sér á eigin sköpunarverki. Hamborgarabúllan í Lundúnum er nú einn heitasti hamborgarastaðurinn í borginni en nú standa yfir kosningar á síðunni www.thecityawards.com til að velja besta hamborgarann í bænum. Búllan er nú í öðru sæti og fylgir fast á hæla veitingahússins Patty & Bun. Fyrsta Búllan var opnuð í Lundúnum sumarið 2012 í litlu húsi í Marylebone-hverfi sem stóð til að rífa. „Það var ágætis staðsetning til að prófa þessa hugmynd og sjá hvort Búllan ætti erindi við Lundúnabúa,“ segir Sigurður Gunnlaugsson, yfirkokkur á Búllunni. „Þegar við opnuðum gekk mikið hamborgarafár yfir London og svo virtist á tímabili að annar hver maður væri hamborgarabloggari. Það hjálpaði okkur helling því við fengum fullt af ókeypis umfjöllun fyrir vikið. Í framhaldi af því og nokkrum mjög jákvæðum umfjöllunum í nokkrum stærstu fríblöðunum, sem dreift er á öllum lestarstöðvum, varð fljótt mjög mikið að gera hjá okkur.“ Í mars á þessu ári var síðan opnuð önnur Búlla á King‘s Road í Chelsea-hverfi. „Við erum jafnt og þétt að stimpla okkur inn í það hverfi með stöðugri aukningu og fleiri fastakúnnum, ekki síst eftir að dagblaðið The Independent valdi okkur sem bestu borgarana í Lundúnum í lok sumars.“ Þegar blaðamann Vísis bar að garði í Lundúnum í síðasta mánuði var Búllan með bás á Meatopia, stórri matarhátíð í borginni. Búllubásinn var sá vinsælasti á hátíðinni en röðin virtist ekki ætla enda að taka. Þá fuku út 600 hamborgara á mettíma. Samkvæmt Sigga og hamborgarasveinum Búllunnar hafa nokkrir frægir gestir heiðrað staðinn með nærveru sinni. „Reglulega sjáum við fréttir af því að heiman að David Beckham sé reglulegur gestur á Búllunni. Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hefur haft á gestafjöldann okkar en hins vegar birtist grein í Evening Standard, einu stærsta fríblaði í London, um að Brooklyn Beckham sonur hans væri fastagestur hjá okkur. Hver veit nema það fyllist allt af átjan ára stelpum hjá okkur í framhaldi af því. En að öllu gríni sleppt þá hefur öll svona athygli að sjálfsögðu góð áhrif þar sem það eru líklega yfir 20.000 veitingastaðir í London og því margir um hituna.“ Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Hamborgarabúllan í Lundúnum er nú einn heitasti hamborgarastaðurinn í borginni en nú standa yfir kosningar á síðunni www.thecityawards.com til að velja besta hamborgarann í bænum. Búllan er nú í öðru sæti og fylgir fast á hæla veitingahússins Patty & Bun. Fyrsta Búllan var opnuð í Lundúnum sumarið 2012 í litlu húsi í Marylebone-hverfi sem stóð til að rífa. „Það var ágætis staðsetning til að prófa þessa hugmynd og sjá hvort Búllan ætti erindi við Lundúnabúa,“ segir Sigurður Gunnlaugsson, yfirkokkur á Búllunni. „Þegar við opnuðum gekk mikið hamborgarafár yfir London og svo virtist á tímabili að annar hver maður væri hamborgarabloggari. Það hjálpaði okkur helling því við fengum fullt af ókeypis umfjöllun fyrir vikið. Í framhaldi af því og nokkrum mjög jákvæðum umfjöllunum í nokkrum stærstu fríblöðunum, sem dreift er á öllum lestarstöðvum, varð fljótt mjög mikið að gera hjá okkur.“ Í mars á þessu ári var síðan opnuð önnur Búlla á King‘s Road í Chelsea-hverfi. „Við erum jafnt og þétt að stimpla okkur inn í það hverfi með stöðugri aukningu og fleiri fastakúnnum, ekki síst eftir að dagblaðið The Independent valdi okkur sem bestu borgarana í Lundúnum í lok sumars.“ Þegar blaðamann Vísis bar að garði í Lundúnum í síðasta mánuði var Búllan með bás á Meatopia, stórri matarhátíð í borginni. Búllubásinn var sá vinsælasti á hátíðinni en röðin virtist ekki ætla enda að taka. Þá fuku út 600 hamborgara á mettíma. Samkvæmt Sigga og hamborgarasveinum Búllunnar hafa nokkrir frægir gestir heiðrað staðinn með nærveru sinni. „Reglulega sjáum við fréttir af því að heiman að David Beckham sé reglulegur gestur á Búllunni. Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hefur haft á gestafjöldann okkar en hins vegar birtist grein í Evening Standard, einu stærsta fríblaði í London, um að Brooklyn Beckham sonur hans væri fastagestur hjá okkur. Hver veit nema það fyllist allt af átjan ára stelpum hjá okkur í framhaldi af því. En að öllu gríni sleppt þá hefur öll svona athygli að sjálfsögðu góð áhrif þar sem það eru líklega yfir 20.000 veitingastaðir í London og því margir um hituna.“
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira