Lífið

Syngja dúett með brjóstvöðvunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Terry Crews var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gærkvöldi og fór vægast sagt á kostum.

Þeir Terry og Jimmy ákváðu að taka dúettinn Ebony and Ivory sem Paul McCartney og Stevie Wonder gerðu frægan. Það var ekki nóg fyrir kumpánana að mæma lagið eins og tíðkast hefur í þáttunum heldur hreyfðu þeir einnig brjóstvöðvana í takt við lagið.

Terry notaði sína eigin brjóstvöðva enda afar stæltur maður en Jimmy studdist við líkama sem var skeytt saman við höfuð hans með hjálp græns skjás.

Atriðið fylgir fréttinni og er hreint út sagt óborganlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.