Lífið

Tala um femínisma í borg

Baldvin Þormóðsson skrifar
Á fundinum verður rætt um femínisma í borg.
Á fundinum verður rætt um femínisma í borg. Mynd/einkasafn
„Við ætlum semsagt að tala um femínisma í borg, segir María Lilja Þrastardóttir en XS Reykjavík stendur fyrir femínistakvöldi á Loft Hostel í kvöld þar sem María mun flytja erindi ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni Kvennahreyfingarinnar.

„Þetta er ansi vítt hugtak, Heiða ætlar kannski meira að fara í stefnumálin og hvað hún vilji gera í borginni í gegnum borgarráð en ég ætla frekar að fara yfir hluti og hugmyndir um hvernig ég held að megi gera borgina kvenlegri,“ segir María Lilja.

„Það er rosalega margt sem hægt er að týna til í þeim efnum, allt frá götuheitum og umferðaræðum niður í þær gleðifregnir sem bárust um daginn að borign ætli að taka Druslugönguna undir sinn verndarvæng.

María segir að erindið verði fjölbreytt og stutt. „Við skiljum alveg að fólk hefur ekki alltaf þolinmæði í stíf fundarhöld, þannig að við stefnum á að hafa þetta stutt og skemmtilegt, segir fundarhaldarinn en í kjölfar erindanna munu Reykjavíkurdætur stíga á stokk sem nokkurskonar rúsína í pylsuendanum.

„Við ætlum að bjóða gestum upp á léttar veigar, segir María Lilja. „Þetta verður bara sól og partí og rosa gaman.

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið Fiesta úr smiðju Reykjavíkurdætra.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.