Landsliðsþjálfarinn Helena Sverrisdóttir: Nýtt hlutverk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 19:00 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Valli Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira