Lífið

Adele gefur vísbendingar um nýja plötu

Baldvin Þormóðsson skrifar
Adele er virkilega hæfileikarík söngkona.
Adele er virkilega hæfileikarík söngkona. vísir/getty
Tónlistarkonan Adele gerði aðdáendur sína spennta seinasta sunnudagskvöld þegar hún sendi frá sér skilaboð á Twitter sem gætu tengst nýjustu plötu hennar.

Skilaboðin sendi söngkonan frá sér rétt fyrir miðnætti en hún fagnaði 26 ára afmæli sínu 5. maí. „Bless bless 25... sjáumst aftur seinna á þessu ári!"

Skilaboðin eru merkileg fyrir þá sök að báðar fyrri plötu tónlistarkonurnar voru skírðar eftir einhverju ákveðnu aldursári. Fyrsta platan hennar, 19 kom út árið 2008 þegar Adele var 19 ára gömul. Seinni plata hennar, 21 kom út þegar söngkonan var 21 ára.

Mikill leyndardómur hvílir yfir nýjustu plötu hennar en tónlistarmaðurinn Phil Collins hefur þó staðfest að hafa unnið nokkur lög með söngkonunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.