Ný fjölskyldumeðferð á BUGLi Ugla Egilsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 13:30 Valgerður Einarsdóttir, Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild, og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunardeildarstjóri. Mynd/Þorkell Þorkelsson. Hluta af húsnæði barna- og unglingageðdeildar Landspítalans hefur verið breytt í fjölskylduíbúð, með sjö milljóna króna styrk frá kvenfélaginu Hringnum. „Þessi íbúð er kölluð Hringsíbúðin,“ segir Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins. „Barna- og unglingageðdeild sendi inn styrkbeiðni fyrir einhverju síðan fyrir þessari íbúð. Við svöruðum því játandi. Í fjölskylduíbúðinni verður boðið upp á nýja tegund meðferðar, sem er fjölskyldumeðferð í gegnum leik og aðra jákvæða samveru,“ segir Valgerður. Í íbúðinni rúmast heil fjölskylda. „Barnið sem er veikt fær fjölskylduna sína inn á deildina. Ég held það hafi verið ráðgert að fjölskyldur dvelji viku og viku í íbúðinni. En það er ekki komin reynsla á það. Þessi meðferð er bara rétt að fara af stað og þetta verður örugglega aðlagað eftir þörfum. Þetta er nýjung í meðferð sem þau eru að fara af stað með. Þetta á að hefjast undir eins. Það eru spennandi tímar fram undan. Mjög gott samstarf hjá starfsfólkinu á barna- og unglingageðdeild.“ Arkitektar og smiðir voru fengnir í verkið. „Þeir eru búnir að vera í einhverja mánuði að koma þessu fyrir. Þetta er afskaplega notaleg og flott lítil íbúð. Hún var formlega afhent 6. febrúar og er tilbúin til notkunar,“ segir Valgerður. Kvenfélag Hringsins var stofnað árið 1904. „Það er sennilega næstelsta góðgerðarfélag landsins. Thorvaldsensfélagið er það elsta. Árið 1942 breyttist markmið Hringsins í það að hér skyldi byggður barnaspítali. Árið 2003 tók hann til starfa í nýrri byggingu, en hann hafði verið í öðru formi inni á Landspítalanum áður. Starfið hefur verið farsælt og gefandi. Það eru duglegar konur í félaginu,“ segir Valgerður, en hún hefur gegnt formennsku í samtökunum í fimm ár. Félagið styrkir ýmis líknar- og mannúðarmál ár hvert, sérstaklega í þágu barna. Í forgangi er Barnaspítali Hringsins. „Við styrktum hann um 110 milljónir þar síðast. En allt frá upphafi hefur Hringurinn stutt barna- og unglingageðdeild með ýmsum hætti. Það hefur verið okkur hjartans mál, alveg frá því að hún var opnuð árið 1971. Á barna- og unglingageðdeild er ekki þörf á lækningatækjum, en við styrkjum meðferð eftir þörfum. Til dæmis styrktum við endurbætur á garði við deildina síðast,“ segir Valgerður. Hringurinn selur jólakort, jólakaffi, happdrættismiða og fleira til að fjármagna styrkina. „Svo rekum við veitingastofu á Barnaspítala Hringsins og höldum jólabasar. Auk þessa starfs fáum við gjafir. Við eigum afskaplega marga og góða velunnara í þjóðfélaginu sem styrkja okkur og styðja,“ segir Valgerður. Tengdar fréttir Öskraði á Friðarsúluna Kristín Soffía Jónsdóttir prýðir forsíðu Lífsins í dag. 14. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Hluta af húsnæði barna- og unglingageðdeildar Landspítalans hefur verið breytt í fjölskylduíbúð, með sjö milljóna króna styrk frá kvenfélaginu Hringnum. „Þessi íbúð er kölluð Hringsíbúðin,“ segir Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins. „Barna- og unglingageðdeild sendi inn styrkbeiðni fyrir einhverju síðan fyrir þessari íbúð. Við svöruðum því játandi. Í fjölskylduíbúðinni verður boðið upp á nýja tegund meðferðar, sem er fjölskyldumeðferð í gegnum leik og aðra jákvæða samveru,“ segir Valgerður. Í íbúðinni rúmast heil fjölskylda. „Barnið sem er veikt fær fjölskylduna sína inn á deildina. Ég held það hafi verið ráðgert að fjölskyldur dvelji viku og viku í íbúðinni. En það er ekki komin reynsla á það. Þessi meðferð er bara rétt að fara af stað og þetta verður örugglega aðlagað eftir þörfum. Þetta er nýjung í meðferð sem þau eru að fara af stað með. Þetta á að hefjast undir eins. Það eru spennandi tímar fram undan. Mjög gott samstarf hjá starfsfólkinu á barna- og unglingageðdeild.“ Arkitektar og smiðir voru fengnir í verkið. „Þeir eru búnir að vera í einhverja mánuði að koma þessu fyrir. Þetta er afskaplega notaleg og flott lítil íbúð. Hún var formlega afhent 6. febrúar og er tilbúin til notkunar,“ segir Valgerður. Kvenfélag Hringsins var stofnað árið 1904. „Það er sennilega næstelsta góðgerðarfélag landsins. Thorvaldsensfélagið er það elsta. Árið 1942 breyttist markmið Hringsins í það að hér skyldi byggður barnaspítali. Árið 2003 tók hann til starfa í nýrri byggingu, en hann hafði verið í öðru formi inni á Landspítalanum áður. Starfið hefur verið farsælt og gefandi. Það eru duglegar konur í félaginu,“ segir Valgerður, en hún hefur gegnt formennsku í samtökunum í fimm ár. Félagið styrkir ýmis líknar- og mannúðarmál ár hvert, sérstaklega í þágu barna. Í forgangi er Barnaspítali Hringsins. „Við styrktum hann um 110 milljónir þar síðast. En allt frá upphafi hefur Hringurinn stutt barna- og unglingageðdeild með ýmsum hætti. Það hefur verið okkur hjartans mál, alveg frá því að hún var opnuð árið 1971. Á barna- og unglingageðdeild er ekki þörf á lækningatækjum, en við styrkjum meðferð eftir þörfum. Til dæmis styrktum við endurbætur á garði við deildina síðast,“ segir Valgerður. Hringurinn selur jólakort, jólakaffi, happdrættismiða og fleira til að fjármagna styrkina. „Svo rekum við veitingastofu á Barnaspítala Hringsins og höldum jólabasar. Auk þessa starfs fáum við gjafir. Við eigum afskaplega marga og góða velunnara í þjóðfélaginu sem styrkja okkur og styðja,“ segir Valgerður.
Tengdar fréttir Öskraði á Friðarsúluna Kristín Soffía Jónsdóttir prýðir forsíðu Lífsins í dag. 14. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Öskraði á Friðarsúluna Kristín Soffía Jónsdóttir prýðir forsíðu Lífsins í dag. 14. febrúar 2014 10:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein