Öskraði á Friðarsúluna 14. febrúar 2014 10:00 Kristín Soffía Jónsdóttir er spútnik í borgarlífinu. Hún varð í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni um síðustu helgi og ætlar sér að verða borgarfulltrúi. Kristín er með BS-gráðu í verkfræði, vill að borgarbúar njóti þess að búa í Reykjavík og vill að ungt fólk öðlist málsvara í pólítík. „Það er fyndið að segja frá því hvernig ég byrjaði í pólitík. Ég hætti að reykja í október 2008 og það tók svolítið á. Ég varð dálítið skapstygg eins og gengur. Svo hrundi Ísland sem bætti ekki úr skák. Til þess að vinna úr allri gremjunni fór ég að hlaupa, með vinkonu minni. Við hlupum Sæbrautina þvera og endilanga, framhjá bönkunum og enduðum oft við Skarfabakka, gegnt Viðey, þar sem við áttum það til að öskra á Friðarsúluna,“ rifjar Kristín upp, en hún var á þessum tíma aðstoðarkennari í stærðfræði í HÍ meðfram námi. „Ég keypti mér íbúð 2004 á 100% verðtryggðu láni og var að láta krakkana reikna út hvað væri að verða um þetta lán. Einhvern daginn var ég orðin nokkuð tryllt yfir verðbólgu og frekar svartsýn á framhaldið og ég hringdi í pabba og jós úr skálum reiði minnar. Hann svaraði mjög rólegur að það væri fundur á Hallveigarstíg sem Samfylkingin væri að halda og ég ætti bara að drífa mig þangað. Þannig að ég skokkaði þarna inn, þekkti engan, setti mig á mælendaskrá, fór upp í pontu og bilaðist. Og sagði þeim að þeir gætu nú bara verið ánægðir með að fólk væri ekki að fatta hversu slæmt ástandið væri, því þá væru menn að kveikja í strætisvögnum. Eftir það kippti Dagur [Dagur B. Eggertsson] mér inn og ég hef ekkert litið til baka síðan,“ segir Kristín, og hlær.Það óttast enginn ungt fólk Kristín er 32 ára gömul og er nú yngst af þeim sem náðu kjöri. „Ef ekkert kemur á óvart í nýjum framboðum, og allt gengur að óskum, yrði ég sennilega yngsti borgarfulltrúinn. Þó er ég strax orðin af annarri kynslóð en yngstu kjósendur. Mér finnst ungt fólk stundum ekki alveg fatta að það er verið að senda því reikninginn. Lobbíismi, hann virkar, svo ég tali hreint út. Þeir sem öskruðu á skuldaniðurfellingar fengu þær í gegn, þeir sem vildu ekki hafa veiðigjöld fengu þau felld niður. Hvað er gert fyrir ungt fólk? Jú, innritunargjöld í HÍ eru hækkuð, það fær skerðingu hjá LÍN og reikninginn fyrir skuldaniðurfellingum. Það græðir ekkert á þeim. Þetta er orðin frekar svört mynd. Hvert er auðveldast að senda reikninginn? Á þann sem þegir. Það óttast enginn ungt fólk. Ef við erum með kynslóð sem heldur að það sé tvíhliða samningur að skipta sér ekki af pólitík, þá er hætt við ákveðinni bjögun í því hvernig stjórnvöld haga sér. Þótt þú skiptir þér ekki af pólitík, þá skipta stjórnvöld sér nákvæmlega jafn mikið af þér og næsta manni.“Ég gerði lítið úr kynjabaráttuNú voru tvær konur í fyrstu fjórum sætum í prófkjörinu. Er öðruvísi að vera stelpa en strákur í þinni vinnu? „Já, ég finn fyrir því að vera stelpa. Stundum held ég líka að ég gangi of auðveldlega inn í það hlutverk sjálf. Maður er oft of fljótur að hlaupa í þjónustuhlutverkið ef manni líður óþægilega í aðstæðum. Ég finn það hjá mér sjálfri, að finnast fínt að fara og hella upp á kaffi fyrir karlana ef maður er eitthvað stressaður eða upplifir að aðrir ætlist til þess af manni.“ „Ég hélt þegar ég var yngri að konur væru með lægri laun, eða væri borin minni virðing fyrir þeim, því þær væru bara ekki að krefjast þess sjálfar. Ég gerði lítið úr kynjabaráttu, í menntaskóla, þegar maður hélt að maður vissi allt. Og hélt að ef maður væri með munninn fyrir neðan nefið væri þessi kynjabarátta einhverra annarra kvenna sem þyrðu ekki að biðja um það sem þær vildu. Það var harður veruleiki að horfast í augu við að það er kynjamisrétti um allt, sérstaklega á almennum vinnumarkaði. „Gott dæmi er þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla byrjaði ég að vinna á matsölustað. Þá var reglan þannig að stelpur unnu í salnum og strákar á barnum. Svo var önnur regla, en hún var sú að þeir sem unnu á barnum voru með hærri laun en þeir sem unnu í salnum. Við náðum á endanum að fá eitthvað fram, en þurftum að berjast með kjafti og klóm til að fá sömu laun og vinir okkar,“ segir Kristín.Kristín Soffía hjólar flestra sinna ferðaBótox í baráttu við exem Kristín heldur að það sé betra að hafa kynjakvóta. Hún segir ekki eðlilegt að konur skipti sér bara af menntamálum og karlar af skipulagsmálum. „Það verður að hafa meiri kynjajöfnun alls staðar. Það er betra fyrir samfélagið ef fulltrúar af báðum kynjum eru í öllum málaflokkum. Það er kannski sá kynjamúr sem er eftir. Nú erum við komin með kynjakvótann inn í ráð og nefndir en það vantar að kynin sjálf fari út fyrir sitt hlutverk. Ég var eina konan af sjö í prófkjöri sem var í „hörðu málunum“. Ég held að það sé líka mikilvægt að við leyfum körlum að einbeita sér að mennta- og velferðarmálum án þess að okkur finnist það skrýtið. Öll höfum við áhuga á öllum þessum málaflokkum, en til þess að við séum sterk þá viljum við sérhæfingu.“ Kristín heldur áfram. „Það er til dæmis pressa á bæði stráka og stelpur að vera sæt og líka pressa á að fólk sé ungt og grannt. Þegar ég hugsa núna, um þetta viðtal, er ég ábyggilega stressaðri yfir því að myndin verði ljót en að ég segi eitthvað heimskulegt í viðtalinu. Sem er fáránlegt. Ég hef einu sinni farið að gráta eftir viðtal af því að hárið á mér var svo ljótt. Svo lenti ég einu sinni í því að fá exem í andlitið og ég hékk í speglinum alla daga að bera á mig sterakrem í baráttunni við exemið, og ég hékk svo mikið í speglinum að ég var farin að sjá hrukku á milli augnanna á mér, sem ég held í dag að hafi ekki einu sinni verið þar. Svo einn daginn er ég hjá húðlækninum og ég spyr hvort hann eigi bótox, og hann segir já, og ég segi: Má ég fá? Og hann segir: Já, ekkert mál, og sprautar mig á milli augnanna. Það var fáránlega óþægilegt. Það var eins og einhver héldi með þumli á milli augnanna á mér – ég gat ekki hreyft mig og fékk dúndrandi hausverk í 2 vikur. Ég held að enginn hafi tekið eftir þessu en mér leið eins og ósýnilegur maður héldi um hausinn á mér. Ég var mjög fegin þegar þetta fór. Og þarna hugsaði ég líka: Kristín, hvað ertu að gera? Nú hefurðu gengið of langt!“Trú á framfarir eða afturförNú eruð þið Gísli Marteinn góðir vinir en á öndverðum meiði í pólitík. Eru það bara hjólreiðarnar sem draga ykkur saman? Kristín hlær og segir pólitíkina í borginni vera miklu meira en vinstri eða hægri pólitík. „Auðvitað má ræða hvort útsvarið á að vera í botni eða 0,5% undir því, en hægri og vinstri pólitík er ekki áberandi í borginni. Þar er það annaðhvort trú á framfarir eða afturför og við Gísli trúum bæði á framfarir. Við erum með suma borgarfulltrúa og verðandi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem halda því fram að fólk hafi valið einkabílinn, og það eigi að standa fast á þeim rétti sínum sem er einkabíllinn. Þetta sama fólk ætlar ekkert að borga þennan bíl fyrir þau. Síðan vilja þau byggja hús mjög langt í burtu fyrir þetta sama fólk, svo það geti keyrt heim og keyrt í vinnu. Þetta er svo galið, að þetta sé einhver draumur. Við erum með tiltölulega veikan gjaldmiðil, bensín hefur aldrei verið dýrara og að halda þessu uppi sem einhverjum lífsstíl sem getur hentað öllum er nánast hrokafullt – og til þess að gera þennan lífsstíl mögulegan ætla þau að díla við aukna umferð með því að setja tugi milljarða í mislæg gatnamót. Getum við ekki gert betur en þetta?“ Kristín vill að Reykvíkingar njóti borgarinnar. „Þú nýtur ekki borgarinnar með því að eyða öllum peningunum í húsaleigu og bíla. Auðvitað þurfa sumir að eiga bíl, en ef allar fjölskyldur þurfa á tveimur bílum að halda þá þarf borgin að líta í eigin barm, því þá erum það við sem erum að bregðast.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kristín gert ýmislegt. 23 ára var hún orðin viðskiptastjóri á auglýsingastofu og þegar hún hvarf inn í pólitíkina hafði hún lokið BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði og var í mastersnámi í samgönguverkfræði. „Ég var bara að vinna meistaraverkefnið mitt þegar ég ákvað að henda mér út í djúpu laugina og hefja feril í pólitík. Ég tek einn og einn áfanga með og ég ætla að klára þetta. Maður fer í námið til að fá draumavinnuna, en ég upplifði að vera að „beila“ á draumavinnunni til að klára námið. Þetta var erfið ákvörðun, en ég ætla ekki að verða pólitíkusinn sem kláraði ekki prófið.“Kristín Soffía á unglingsárunumKristín Soffía ólst upp í ReykjavíkKristín Soffía og Gestur Pálsson, sambýlismaður hennar, kvöldið sem Kristín fékk fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir er spútnik í borgarlífinu. Hún varð í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni um síðustu helgi og ætlar sér að verða borgarfulltrúi. Kristín er með BS-gráðu í verkfræði, vill að borgarbúar njóti þess að búa í Reykjavík og vill að ungt fólk öðlist málsvara í pólítík. „Það er fyndið að segja frá því hvernig ég byrjaði í pólitík. Ég hætti að reykja í október 2008 og það tók svolítið á. Ég varð dálítið skapstygg eins og gengur. Svo hrundi Ísland sem bætti ekki úr skák. Til þess að vinna úr allri gremjunni fór ég að hlaupa, með vinkonu minni. Við hlupum Sæbrautina þvera og endilanga, framhjá bönkunum og enduðum oft við Skarfabakka, gegnt Viðey, þar sem við áttum það til að öskra á Friðarsúluna,“ rifjar Kristín upp, en hún var á þessum tíma aðstoðarkennari í stærðfræði í HÍ meðfram námi. „Ég keypti mér íbúð 2004 á 100% verðtryggðu láni og var að láta krakkana reikna út hvað væri að verða um þetta lán. Einhvern daginn var ég orðin nokkuð tryllt yfir verðbólgu og frekar svartsýn á framhaldið og ég hringdi í pabba og jós úr skálum reiði minnar. Hann svaraði mjög rólegur að það væri fundur á Hallveigarstíg sem Samfylkingin væri að halda og ég ætti bara að drífa mig þangað. Þannig að ég skokkaði þarna inn, þekkti engan, setti mig á mælendaskrá, fór upp í pontu og bilaðist. Og sagði þeim að þeir gætu nú bara verið ánægðir með að fólk væri ekki að fatta hversu slæmt ástandið væri, því þá væru menn að kveikja í strætisvögnum. Eftir það kippti Dagur [Dagur B. Eggertsson] mér inn og ég hef ekkert litið til baka síðan,“ segir Kristín, og hlær.Það óttast enginn ungt fólk Kristín er 32 ára gömul og er nú yngst af þeim sem náðu kjöri. „Ef ekkert kemur á óvart í nýjum framboðum, og allt gengur að óskum, yrði ég sennilega yngsti borgarfulltrúinn. Þó er ég strax orðin af annarri kynslóð en yngstu kjósendur. Mér finnst ungt fólk stundum ekki alveg fatta að það er verið að senda því reikninginn. Lobbíismi, hann virkar, svo ég tali hreint út. Þeir sem öskruðu á skuldaniðurfellingar fengu þær í gegn, þeir sem vildu ekki hafa veiðigjöld fengu þau felld niður. Hvað er gert fyrir ungt fólk? Jú, innritunargjöld í HÍ eru hækkuð, það fær skerðingu hjá LÍN og reikninginn fyrir skuldaniðurfellingum. Það græðir ekkert á þeim. Þetta er orðin frekar svört mynd. Hvert er auðveldast að senda reikninginn? Á þann sem þegir. Það óttast enginn ungt fólk. Ef við erum með kynslóð sem heldur að það sé tvíhliða samningur að skipta sér ekki af pólitík, þá er hætt við ákveðinni bjögun í því hvernig stjórnvöld haga sér. Þótt þú skiptir þér ekki af pólitík, þá skipta stjórnvöld sér nákvæmlega jafn mikið af þér og næsta manni.“Ég gerði lítið úr kynjabaráttuNú voru tvær konur í fyrstu fjórum sætum í prófkjörinu. Er öðruvísi að vera stelpa en strákur í þinni vinnu? „Já, ég finn fyrir því að vera stelpa. Stundum held ég líka að ég gangi of auðveldlega inn í það hlutverk sjálf. Maður er oft of fljótur að hlaupa í þjónustuhlutverkið ef manni líður óþægilega í aðstæðum. Ég finn það hjá mér sjálfri, að finnast fínt að fara og hella upp á kaffi fyrir karlana ef maður er eitthvað stressaður eða upplifir að aðrir ætlist til þess af manni.“ „Ég hélt þegar ég var yngri að konur væru með lægri laun, eða væri borin minni virðing fyrir þeim, því þær væru bara ekki að krefjast þess sjálfar. Ég gerði lítið úr kynjabaráttu, í menntaskóla, þegar maður hélt að maður vissi allt. Og hélt að ef maður væri með munninn fyrir neðan nefið væri þessi kynjabarátta einhverra annarra kvenna sem þyrðu ekki að biðja um það sem þær vildu. Það var harður veruleiki að horfast í augu við að það er kynjamisrétti um allt, sérstaklega á almennum vinnumarkaði. „Gott dæmi er þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla byrjaði ég að vinna á matsölustað. Þá var reglan þannig að stelpur unnu í salnum og strákar á barnum. Svo var önnur regla, en hún var sú að þeir sem unnu á barnum voru með hærri laun en þeir sem unnu í salnum. Við náðum á endanum að fá eitthvað fram, en þurftum að berjast með kjafti og klóm til að fá sömu laun og vinir okkar,“ segir Kristín.Kristín Soffía hjólar flestra sinna ferðaBótox í baráttu við exem Kristín heldur að það sé betra að hafa kynjakvóta. Hún segir ekki eðlilegt að konur skipti sér bara af menntamálum og karlar af skipulagsmálum. „Það verður að hafa meiri kynjajöfnun alls staðar. Það er betra fyrir samfélagið ef fulltrúar af báðum kynjum eru í öllum málaflokkum. Það er kannski sá kynjamúr sem er eftir. Nú erum við komin með kynjakvótann inn í ráð og nefndir en það vantar að kynin sjálf fari út fyrir sitt hlutverk. Ég var eina konan af sjö í prófkjöri sem var í „hörðu málunum“. Ég held að það sé líka mikilvægt að við leyfum körlum að einbeita sér að mennta- og velferðarmálum án þess að okkur finnist það skrýtið. Öll höfum við áhuga á öllum þessum málaflokkum, en til þess að við séum sterk þá viljum við sérhæfingu.“ Kristín heldur áfram. „Það er til dæmis pressa á bæði stráka og stelpur að vera sæt og líka pressa á að fólk sé ungt og grannt. Þegar ég hugsa núna, um þetta viðtal, er ég ábyggilega stressaðri yfir því að myndin verði ljót en að ég segi eitthvað heimskulegt í viðtalinu. Sem er fáránlegt. Ég hef einu sinni farið að gráta eftir viðtal af því að hárið á mér var svo ljótt. Svo lenti ég einu sinni í því að fá exem í andlitið og ég hékk í speglinum alla daga að bera á mig sterakrem í baráttunni við exemið, og ég hékk svo mikið í speglinum að ég var farin að sjá hrukku á milli augnanna á mér, sem ég held í dag að hafi ekki einu sinni verið þar. Svo einn daginn er ég hjá húðlækninum og ég spyr hvort hann eigi bótox, og hann segir já, og ég segi: Má ég fá? Og hann segir: Já, ekkert mál, og sprautar mig á milli augnanna. Það var fáránlega óþægilegt. Það var eins og einhver héldi með þumli á milli augnanna á mér – ég gat ekki hreyft mig og fékk dúndrandi hausverk í 2 vikur. Ég held að enginn hafi tekið eftir þessu en mér leið eins og ósýnilegur maður héldi um hausinn á mér. Ég var mjög fegin þegar þetta fór. Og þarna hugsaði ég líka: Kristín, hvað ertu að gera? Nú hefurðu gengið of langt!“Trú á framfarir eða afturförNú eruð þið Gísli Marteinn góðir vinir en á öndverðum meiði í pólitík. Eru það bara hjólreiðarnar sem draga ykkur saman? Kristín hlær og segir pólitíkina í borginni vera miklu meira en vinstri eða hægri pólitík. „Auðvitað má ræða hvort útsvarið á að vera í botni eða 0,5% undir því, en hægri og vinstri pólitík er ekki áberandi í borginni. Þar er það annaðhvort trú á framfarir eða afturför og við Gísli trúum bæði á framfarir. Við erum með suma borgarfulltrúa og verðandi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem halda því fram að fólk hafi valið einkabílinn, og það eigi að standa fast á þeim rétti sínum sem er einkabíllinn. Þetta sama fólk ætlar ekkert að borga þennan bíl fyrir þau. Síðan vilja þau byggja hús mjög langt í burtu fyrir þetta sama fólk, svo það geti keyrt heim og keyrt í vinnu. Þetta er svo galið, að þetta sé einhver draumur. Við erum með tiltölulega veikan gjaldmiðil, bensín hefur aldrei verið dýrara og að halda þessu uppi sem einhverjum lífsstíl sem getur hentað öllum er nánast hrokafullt – og til þess að gera þennan lífsstíl mögulegan ætla þau að díla við aukna umferð með því að setja tugi milljarða í mislæg gatnamót. Getum við ekki gert betur en þetta?“ Kristín vill að Reykvíkingar njóti borgarinnar. „Þú nýtur ekki borgarinnar með því að eyða öllum peningunum í húsaleigu og bíla. Auðvitað þurfa sumir að eiga bíl, en ef allar fjölskyldur þurfa á tveimur bílum að halda þá þarf borgin að líta í eigin barm, því þá erum það við sem erum að bregðast.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kristín gert ýmislegt. 23 ára var hún orðin viðskiptastjóri á auglýsingastofu og þegar hún hvarf inn í pólitíkina hafði hún lokið BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði og var í mastersnámi í samgönguverkfræði. „Ég var bara að vinna meistaraverkefnið mitt þegar ég ákvað að henda mér út í djúpu laugina og hefja feril í pólitík. Ég tek einn og einn áfanga með og ég ætla að klára þetta. Maður fer í námið til að fá draumavinnuna, en ég upplifði að vera að „beila“ á draumavinnunni til að klára námið. Þetta var erfið ákvörðun, en ég ætla ekki að verða pólitíkusinn sem kláraði ekki prófið.“Kristín Soffía á unglingsárunumKristín Soffía ólst upp í ReykjavíkKristín Soffía og Gestur Pálsson, sambýlismaður hennar, kvöldið sem Kristín fékk fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira