Ný fjölskyldumeðferð á BUGLi Ugla Egilsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 13:30 Valgerður Einarsdóttir, Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild, og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunardeildarstjóri. Mynd/Þorkell Þorkelsson. Hluta af húsnæði barna- og unglingageðdeildar Landspítalans hefur verið breytt í fjölskylduíbúð, með sjö milljóna króna styrk frá kvenfélaginu Hringnum. „Þessi íbúð er kölluð Hringsíbúðin,“ segir Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins. „Barna- og unglingageðdeild sendi inn styrkbeiðni fyrir einhverju síðan fyrir þessari íbúð. Við svöruðum því játandi. Í fjölskylduíbúðinni verður boðið upp á nýja tegund meðferðar, sem er fjölskyldumeðferð í gegnum leik og aðra jákvæða samveru,“ segir Valgerður. Í íbúðinni rúmast heil fjölskylda. „Barnið sem er veikt fær fjölskylduna sína inn á deildina. Ég held það hafi verið ráðgert að fjölskyldur dvelji viku og viku í íbúðinni. En það er ekki komin reynsla á það. Þessi meðferð er bara rétt að fara af stað og þetta verður örugglega aðlagað eftir þörfum. Þetta er nýjung í meðferð sem þau eru að fara af stað með. Þetta á að hefjast undir eins. Það eru spennandi tímar fram undan. Mjög gott samstarf hjá starfsfólkinu á barna- og unglingageðdeild.“ Arkitektar og smiðir voru fengnir í verkið. „Þeir eru búnir að vera í einhverja mánuði að koma þessu fyrir. Þetta er afskaplega notaleg og flott lítil íbúð. Hún var formlega afhent 6. febrúar og er tilbúin til notkunar,“ segir Valgerður. Kvenfélag Hringsins var stofnað árið 1904. „Það er sennilega næstelsta góðgerðarfélag landsins. Thorvaldsensfélagið er það elsta. Árið 1942 breyttist markmið Hringsins í það að hér skyldi byggður barnaspítali. Árið 2003 tók hann til starfa í nýrri byggingu, en hann hafði verið í öðru formi inni á Landspítalanum áður. Starfið hefur verið farsælt og gefandi. Það eru duglegar konur í félaginu,“ segir Valgerður, en hún hefur gegnt formennsku í samtökunum í fimm ár. Félagið styrkir ýmis líknar- og mannúðarmál ár hvert, sérstaklega í þágu barna. Í forgangi er Barnaspítali Hringsins. „Við styrktum hann um 110 milljónir þar síðast. En allt frá upphafi hefur Hringurinn stutt barna- og unglingageðdeild með ýmsum hætti. Það hefur verið okkur hjartans mál, alveg frá því að hún var opnuð árið 1971. Á barna- og unglingageðdeild er ekki þörf á lækningatækjum, en við styrkjum meðferð eftir þörfum. Til dæmis styrktum við endurbætur á garði við deildina síðast,“ segir Valgerður. Hringurinn selur jólakort, jólakaffi, happdrættismiða og fleira til að fjármagna styrkina. „Svo rekum við veitingastofu á Barnaspítala Hringsins og höldum jólabasar. Auk þessa starfs fáum við gjafir. Við eigum afskaplega marga og góða velunnara í þjóðfélaginu sem styrkja okkur og styðja,“ segir Valgerður. Tengdar fréttir Öskraði á Friðarsúluna Kristín Soffía Jónsdóttir prýðir forsíðu Lífsins í dag. 14. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Hluta af húsnæði barna- og unglingageðdeildar Landspítalans hefur verið breytt í fjölskylduíbúð, með sjö milljóna króna styrk frá kvenfélaginu Hringnum. „Þessi íbúð er kölluð Hringsíbúðin,“ segir Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins. „Barna- og unglingageðdeild sendi inn styrkbeiðni fyrir einhverju síðan fyrir þessari íbúð. Við svöruðum því játandi. Í fjölskylduíbúðinni verður boðið upp á nýja tegund meðferðar, sem er fjölskyldumeðferð í gegnum leik og aðra jákvæða samveru,“ segir Valgerður. Í íbúðinni rúmast heil fjölskylda. „Barnið sem er veikt fær fjölskylduna sína inn á deildina. Ég held það hafi verið ráðgert að fjölskyldur dvelji viku og viku í íbúðinni. En það er ekki komin reynsla á það. Þessi meðferð er bara rétt að fara af stað og þetta verður örugglega aðlagað eftir þörfum. Þetta er nýjung í meðferð sem þau eru að fara af stað með. Þetta á að hefjast undir eins. Það eru spennandi tímar fram undan. Mjög gott samstarf hjá starfsfólkinu á barna- og unglingageðdeild.“ Arkitektar og smiðir voru fengnir í verkið. „Þeir eru búnir að vera í einhverja mánuði að koma þessu fyrir. Þetta er afskaplega notaleg og flott lítil íbúð. Hún var formlega afhent 6. febrúar og er tilbúin til notkunar,“ segir Valgerður. Kvenfélag Hringsins var stofnað árið 1904. „Það er sennilega næstelsta góðgerðarfélag landsins. Thorvaldsensfélagið er það elsta. Árið 1942 breyttist markmið Hringsins í það að hér skyldi byggður barnaspítali. Árið 2003 tók hann til starfa í nýrri byggingu, en hann hafði verið í öðru formi inni á Landspítalanum áður. Starfið hefur verið farsælt og gefandi. Það eru duglegar konur í félaginu,“ segir Valgerður, en hún hefur gegnt formennsku í samtökunum í fimm ár. Félagið styrkir ýmis líknar- og mannúðarmál ár hvert, sérstaklega í þágu barna. Í forgangi er Barnaspítali Hringsins. „Við styrktum hann um 110 milljónir þar síðast. En allt frá upphafi hefur Hringurinn stutt barna- og unglingageðdeild með ýmsum hætti. Það hefur verið okkur hjartans mál, alveg frá því að hún var opnuð árið 1971. Á barna- og unglingageðdeild er ekki þörf á lækningatækjum, en við styrkjum meðferð eftir þörfum. Til dæmis styrktum við endurbætur á garði við deildina síðast,“ segir Valgerður. Hringurinn selur jólakort, jólakaffi, happdrættismiða og fleira til að fjármagna styrkina. „Svo rekum við veitingastofu á Barnaspítala Hringsins og höldum jólabasar. Auk þessa starfs fáum við gjafir. Við eigum afskaplega marga og góða velunnara í þjóðfélaginu sem styrkja okkur og styðja,“ segir Valgerður.
Tengdar fréttir Öskraði á Friðarsúluna Kristín Soffía Jónsdóttir prýðir forsíðu Lífsins í dag. 14. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Öskraði á Friðarsúluna Kristín Soffía Jónsdóttir prýðir forsíðu Lífsins í dag. 14. febrúar 2014 10:00