Lífið

Karlorkan umvefur kvenorkuna í fullu Tungli á Valentínusardaginn

Marín Manda skrifar
Fjóla Björk Jensdóttir
Fjóla Björk Jensdóttir
Fjóla Björk Jensdóttir er með háskólagráðu í ayurvedískum fræðum sem tengjast jógafræðunum og byggjast á læknisspeki og tengingu okkar við náttúruna og veröldina í kringum okkur. Hún rýndi í staðsetningu tunglsins sem er fullt í dag.

„Fullt tungl á Valentínusardegi ýtir undir magnaðar tilfinningar því tunglið er núna baðað í sólarorku. Sólin er faðirinn og tunglið er móðirin. Þetta eru kraftar jing og jang sem sameinast í þessu fulla tungli svo að karlorkan umvefur kvenorkuna. Þessi áhrif verða sérstaklega kröftug fyrir ljón og vatnsbera, en án efa fyrir alla.

Fullt tungl táknar vissa hugarljómun og skapar uppsveiflu í hugarorku. Margar konur finna hvernig tunglhringurinn hefur áhrif á tíðahringinn og almenna líðan en samkvæmt fornum mýtum er tunglhringurinn beintengdur konunni innra með okkur, sérstaklega hormónakerfinu sem öllu stýrir í líkamanum.

Í sjamanisma Indlands og fornum búddisma áttu konur að tengjast hringferli tunglsins til að viðhalda heilbrigðu hormónakerfi og æxlunarfærum. Enn í dag iðka heilarar þessar aðferðir á Indlandi með góðum árangri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.