Heiðra minningu Valdísar Gunnarsdóttur á Valentínusardaginn Marín Manda skrifar 14. febrúar 2014 14:30 Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur á ýmsan máta en hefðbundið þykir að dekra við ástina sína, gefa gjafir, blóm og falleg kort. Tilstandið á Íslandi hefur færst í aukana en ekki eru allir sammála um að dagurinn eigi heima á Íslandi.Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur „Hvorki ég né frúin tökum svona dag hátíðlegan, og því síður bóndadaginn því allir dagar eru einstakir og dásamlegir. Þar fyrir utan er frúin á skíðum á Ítalíu og verður þar á Valentínusardaginn en ég myndi fyrst og fremst heiðra minningu Valdísar Gunnarsdóttur á þessum degi því hún flutti hann til Íslands.“Rósa Guðbjartsdóttir, ritstjóri Bókafélagsins „Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið verið fyrir það að láta „segja mér fyrir verkum“ í þessum efnum með því að láta útlenska siði „ákveða“ hvenær skuli dekrað við makann eða annað slíkt. Hins vegar vill nú þannig til að ég hafði einmitt hugsað mér að gera eitthvað skemmtilegt til að gleðja hann á þessum degi í þetta sinn. Hef ég hugsað talsvert til Valdísar Gunnarsdóttur heitinnar og fyrrverandi samstarfskonu á Bylgjunni nú í aðdragandanum og hvernig hún kynnti þennan dag fyrir Íslendingum. Hún var á öldum ljósvakans ötul við að hvetja landsmenn til elsku og ástar og hafi Valentínusardagurinn áhrif á okkur í þá átt er það vitaskuld af hinu góða.“Steinunn Vala Sigfúsdóttir, eigandi Hring eftir hring „Við Stebbi erum ekki vön að halda upp á Valentínusardaginn á rómantískan hátt, þó við höfum reyndar nokkuð sterka tengingu við dagsetningu hans því þann 14. febrúar árið 2004 urðum við par. Við höldum hins vegar upp á afmælin okkar og förum þá út að borða og gerum vel við okkur tvö ein eða í félagsskap góðra vina okkar. Í ár erum við fjölskyldan að fara í ferðalag norður en strákarnir okkar þrír, Snorri 8 ára, Trausti 7 ára og Nikulás Flosi 4 ára, verða í vetrarfríi í næstu viku. Við ætlum í skíðafrí og heimsækja Tindastól og Hlíðarfjall en gista í Skagafirði. Kannski ég helli upp á gott og sterkt kaffi og grípi með mér súkkulaði fyrir bílferðina okkar, en langir bíltúrar geta breyst í unaðsstundir hjá okkur Stebba þar sem gefst tími til að spjalla saman í friði og ró.“Jógvan Hansen, söngvari „Ég er að sinna börnunum mínum tveimur sem eru rúmlega 2 ára og tæpra 4 mánaða og mér finnst það alveg nógu rómantískt. Ég er kannski ekki sá sem gerir mest úr þessum degi því hugmyndin er svo erlend þrátt fyrir að hún sé falleg. Konan á afmæli bráðlega og svo er konudagurinn líka og þá er um að gera að gera eitthvað sniðugt fyrir hana.“ Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur á ýmsan máta en hefðbundið þykir að dekra við ástina sína, gefa gjafir, blóm og falleg kort. Tilstandið á Íslandi hefur færst í aukana en ekki eru allir sammála um að dagurinn eigi heima á Íslandi.Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur „Hvorki ég né frúin tökum svona dag hátíðlegan, og því síður bóndadaginn því allir dagar eru einstakir og dásamlegir. Þar fyrir utan er frúin á skíðum á Ítalíu og verður þar á Valentínusardaginn en ég myndi fyrst og fremst heiðra minningu Valdísar Gunnarsdóttur á þessum degi því hún flutti hann til Íslands.“Rósa Guðbjartsdóttir, ritstjóri Bókafélagsins „Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið verið fyrir það að láta „segja mér fyrir verkum“ í þessum efnum með því að láta útlenska siði „ákveða“ hvenær skuli dekrað við makann eða annað slíkt. Hins vegar vill nú þannig til að ég hafði einmitt hugsað mér að gera eitthvað skemmtilegt til að gleðja hann á þessum degi í þetta sinn. Hef ég hugsað talsvert til Valdísar Gunnarsdóttur heitinnar og fyrrverandi samstarfskonu á Bylgjunni nú í aðdragandanum og hvernig hún kynnti þennan dag fyrir Íslendingum. Hún var á öldum ljósvakans ötul við að hvetja landsmenn til elsku og ástar og hafi Valentínusardagurinn áhrif á okkur í þá átt er það vitaskuld af hinu góða.“Steinunn Vala Sigfúsdóttir, eigandi Hring eftir hring „Við Stebbi erum ekki vön að halda upp á Valentínusardaginn á rómantískan hátt, þó við höfum reyndar nokkuð sterka tengingu við dagsetningu hans því þann 14. febrúar árið 2004 urðum við par. Við höldum hins vegar upp á afmælin okkar og förum þá út að borða og gerum vel við okkur tvö ein eða í félagsskap góðra vina okkar. Í ár erum við fjölskyldan að fara í ferðalag norður en strákarnir okkar þrír, Snorri 8 ára, Trausti 7 ára og Nikulás Flosi 4 ára, verða í vetrarfríi í næstu viku. Við ætlum í skíðafrí og heimsækja Tindastól og Hlíðarfjall en gista í Skagafirði. Kannski ég helli upp á gott og sterkt kaffi og grípi með mér súkkulaði fyrir bílferðina okkar, en langir bíltúrar geta breyst í unaðsstundir hjá okkur Stebba þar sem gefst tími til að spjalla saman í friði og ró.“Jógvan Hansen, söngvari „Ég er að sinna börnunum mínum tveimur sem eru rúmlega 2 ára og tæpra 4 mánaða og mér finnst það alveg nógu rómantískt. Ég er kannski ekki sá sem gerir mest úr þessum degi því hugmyndin er svo erlend þrátt fyrir að hún sé falleg. Konan á afmæli bráðlega og svo er konudagurinn líka og þá er um að gera að gera eitthvað sniðugt fyrir hana.“
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira